HOT SPRING – KERIÐ (2014) CD 7 stjörnur

scan0063

 

Undarlegt safn hér á ferð…. en þó ekki.

Hugmyndin er að vera með sérstakar útgáfur sem seldar eru um borð í Icelandair flugvélum og stílaðar í túristann sem kynning á íslenskri tónlist og ákveðnum ferðamannastöðum.

Þetta er reyndar fjórða platan í „Hot Spring“ röðinni, áður hafa komið út Hot Spring Vol 1, Hot Spring – Landmannalaugar og Hot Spring – Askja.

Það er líka tenging við Iceland Airwaves í þessum plötum og líklega hafa flestir ef ekki allir listamennirnir verið kynntir þar.

Hér eru 16 flytjendur kynntir: Ylja, Kaleo, Mono Town, 1860, Emiliana Torrini, Ásgeir Trausti, Samaris, múm, Sometime, Mammút, Sin Fang, Starwalker, Pascal Pinon, Vio, Íkorni og Hjaltalín. Allt ný músík.

Rúmlega helmingur laganna er sungin á ensku og ég held bara að allir flytjendurnir stefni á heimsmarkað. Emiliana hefur ein slegið í gegn erlendis, en múm og Ásgeir Trausti hafa fengið einhver viðbrögð, þó heimsfrægðin hafi enn ekki komið.

Platan er eins og segir í tilkynningunni „tilvalin fyrir ferðamenn sem vilja kynna sér íslenska indie / popp samtímatónlist, því hér hefur verið tekið saman brot af því allra nýjasta og vinsælasta.“

Lykillögin eru: Peacemaker með Mono Town, Tookah með Emiliönu Torrini og I Walk On Water með Kaleo.

Góður vitnisburður um nýja músík 2014.

7 af 10 stjörnum

This entry was posted in Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *