POTTÞÉTT 62 (2014) 2CD 7 stjörnur

scan0071Vinsælasta platan um verslunarmannahelgi er alltaf Pottþétt. Ég held að það verði ekki mikil breyting á þetta árið, nema þjóðræknin haldi Fyrir landann í efsta sætinu.
Eins og ég segi alltaf um Pottþétt plöturnar þá eiga þær að vera spegill tímans. Vinsælustu lögin í vinsældalistum eða mikið spiluð að minnsta kosti.
Íslenskir listamenn gefa þó nokkuð út af lögum til að selja á tonlist.is og til að fá spilun í útvarpi og þá oftar en ekki til að auglýsa hljómleika, einhverjar hátíðir og þess háttar.
Íslensku lögin eru 19 af 40 og þar af eru 12 sem hafa ekki komið út áður á disk.
Á plötunni er Þjóðhátíðarlagið í ár að sjálfsögðu, Ljúft að vera til, eftir og með Jóni Jónssyni.

Á plötunum er að finna flest vinsælustu lög dagsins í dag. Á Pottþétt 62 eru 40 lög og þar af eru 19 með íslenskum flytjendum. Á plötunni eru 12 íslensk lög sem ekki hafa komið út áður á geislaplötu.

Þar sem erlend tónlist er næsta útdauð á Íslandi í dag nema meðal eldra fólks, þökk sé Rás 2 og Bylgjunni, þá skipta íslensku lögin mestu máli. Tvö Eyjalög teyma vagninn, Eyjalagið í ár er Ljúft að vera til með Jóni Jónssyni og  Inni í Eyjum með Baggalúti. Bæði ágætisgleðipopp, Jón hefður þetta “eitthvað” sem skiptir máli, ekki ólíkur Stevie Wonder. Baggalútur er með lag eftir Braga Valdimar sem er auðvitað leikur að íslenskunni í leiðinni.

Obnoxius Sexual með GusGus er af nýju plötunni þeirra, sem er alveg ágæt og með mikilli spilun virkar þetta lag, Quarashi lagið Rock On er dálítið outdated en ágætlega gert, en það á reyndar við mörg lögin á vinsældalistunum í UK og USA í dag. Nýdönsk er á fullu að auglýsa og kynna plötu sem þeir ætla að gefa út í haust. Lagið Uppvakningar “fjallar um  sinnuleysi íslenskra stjórnmálamanna; forsjárhyggju þeirra og fleiri slæma ósiði. Við sem búum hér erum því stödd í miðri hryllingsmynd sem við komumst því miður ekki út úr.” Sem sagt ekki um ameríska klisjumyndir. Hlakka til að heyra plötuna.

I Walk On Water með Kaleo er frábært lag, eins og öll platan þeirra sem er ein besta Íslenska plata síðasta árs.Nótt allra nótta með Buff hefur mikið verið spilað á Rás 2, dálítið dateað, og hermir eftir Asia og öðrum pródúseruðum steriliseruð rokkböndum. Ágætlega gert en … ok … þeir hafa gert betur.

Kvika, Vio, Hjálmar, Júníus Meyvant, DJ Muscleboy, Sigga Beinteins, Skítamórall, Klassart, Steed Lord, Anna Hlín, Gummi Þórarins eru ekkert að gera stóra hluti og hvað þá Pollapunk, sem telst nú seint til listaverka. En þetta virkar um Verslunarmannahelgina … er það ekki  …

Erlendu lögin er21 og þar af 6 fyrsta sætist lög í UK og USA.

Happy með Pharrell Williams var í 10 vikur í fyrsta sætinu í Ameríku og 4 í Bretlandi, hreint afbragðs lag þar. The Man með Aloe Blacc byggt á Elton John laginu Your Song hljómar ágætlega, sem og Summer með Calvin Harris, Waves með Mr Probz, og All Of Me með John Legend og Dark Horse með Katy Perry.

One Direction, OneRepublic, Bruno Mars, Jason Durelo, Ellie Goulding og Coldplay eru með nýjustu lögin sín, Acicii á tvö lög og American Authors með Best Day Of My Life sem hefur verið vinsælt hér.
Og svo eru lög úr Eurovision með líka en Common Linnets áttu ágætt lag í þeirri keppni.

Þess má geta að Pottþétt 62 er 100 Pottþétt platan í Pottþétt útgáfuröðinni sívinsælu. Þá eru taldar með allar hliðarplötur.

7 stjörnu í þetta sinn

This entry was posted in Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *