The Xx – The Xx (2009)

XxXx er nýtt band, stofnað 2005 af 4 skólasystkinum. NME var með þau í 6. sæti yfir efnilega nýliða á síðasta ári byggt á hljómleikaframkomu. Þau gáfu út fyrstu plötu sína í ágúst síðastliðnum plötu sem þau tóku upp í bílskúrbyggingu að næturlagi og er hugsanlegt að það skili sér í lágstemmdri tónlistinni, þó að þetta sé engin Trinity Sessions (Cowboy Junkies).

Crystalized, Basic Space og Islands eru lögin sem hafa komið út á smáskífu, en „Intro“ var spilað í sjónvarpsþáttunum Cold Case og Law And Order og „VCR“ í Lie To Me. Auk þess var lagið „Teardrops“ sérstaklega tekið upp fyrir grafaratriði í bresku þáttunum E20.

Platan fékk ágætar viðtökur og bandið búið að bóka sig á festivöl í sumar og hljómleikaferð með fyrrum skólafélögum úr Elliott skólanum í vestur London, Hot Chip.

Ágætis dreymandi popp, stundum kallað indie eða chillout músík, einfalt gítarpikk, bassi, einföld synthahljómborð og taktvélar, einföld húkk, sem vinna á. Góð lög ein sér. Við skulum sjá hvað næsta plata býður okkur, sem verður líklega tekin upp í stúdíói í fullum styrk.

Fyrir utan bresk áhrif frá 80‘s syntha og post-punk böndum, minnir samsöngur veikra kven og karlaradda á Prefab Sprout t.d. þó músíkin sé ekkert lík. Stemmningin minnir líka á músíkina úr Twin Peaks.

Stjörnugjöf: 3 af fimm eða 5 og hálf af 10

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *