ÓLÖF ARNALDS – PALME (One Little Indian) 2014 6 stjörnur

scan0010Fjórða plata Ólafar Arnalds, Palme, kom út fyrir skömmu og ég er búinn að hlusta á hana um nokkurt skeið.

Áður eru komnar tvær á íslensku, Við og við, sem kom út 2007 og Innundir skinni 2009, og ein á einsku og gefin út af One Little Indian eins og Palme, Sudden Impact.

I gegnum tíðina og sérstaklega núna, hef ég verið að reyna að átta mig á því hvert hún sé að stefna með tónlistina.Og ég hef ekki áttað mig enn.

Og röddinn er jafn sérstök og rödd Yoko Ono, ég hef heyrt í mörgum sem spyrja mig af hverju Ólöfu sé hampað í dómum. Mér fannst henni reyndar takast ágætlega upp á Sudden Impact.

En ég hef verið í miklum vafa um ágæti nýju plötunnar þó vissulega séu ágætis lög eins Turtledove og Patience, sérstaklega, og Soft Living og Defining Gender eru líka efnisgóð. Og ég skal taka það fram að ég er einn af fáum aðdáendum Yoko Ono sem söngvara og lagasmiðs.

Undirspil og útsetningar eru ágætar, dálítið mikið “í dag” kannski, ukelele og svoleiðis. Hún auðvitað er hún með góða með sér, Skúla Sverris og Gunnar Örn Tynes. Platan er líka meira elektrónik en áður.

En því miður, Palme snertir mig ekki eftir allan þennan tíma frekar en í upphafi, kannski aðeins of mikið reynt að vera listræn, en samt ekki nóg til að afsaka það. Lögin sitja ekki eftir og röddin ekki lengur að heilla mig. Sorrí – vonbrigði.

6 af 10 stjörnum fyrir 3-4 ágæt lög og að reyna í útsetningum. Vonandi eruð þið öll ósammála mér. En flott umslag, blái liturinn cool.

hia

This entry was posted in Dómar, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *