TÓMAS R. EINARSSON – MANNABÖRN (BLÁNÓTT) CD 6 stjörnur

scan0011

Tómas R. Einarsson er einn okkar allra besti bassaleikari. Og Sigríður Thorlacius er ein okkar allra bestu söngkonum.

Ný plata Tómasar með aðstoð Sigríðar og Sönghópsins við Tjörnina er nokkuð sér á báti. Afskaplega ættjarðarleg tónlist í anda sjálfstæðistónlistarinnar frá miðri síðustu öld. Kóramúsík með revíutón og jazz undirtónum í einstaka tilfellum.

Ég er búinn að hlusta lengi og vel á plötuna í bílnum, í vinnunni, heima í tölvunni og er ekkert að kvarta, get ekki ekki bent á neitt neikvætt músíklega séð. Sigga syngur eins og fagmaður, sem hún er, ég er endalaust hrifinn af bassaleik Tómasar og Gunnar Gunnarsson spilar smekklega á píanóið. Kórinn er eflaust góður en svona kvennradda kórar eru ekki fyrir minn smekk (ég veit að það er nokkrar karlraddir) og gera lítið fyrir tónlistina á plötunni að mínu mati.

Lögin eru mörg hver góð. Atlantshafið minn á sönglagakeppnir fyrri ára í útvarpinu hjá Svavari Gests og fyrstu 6 lögin eru öll góð. Náungar mínir er líka annað glettið lag sem hefi mátt vera sungið t.d. af Bogomil Font fyrst hann spilar á plötunni og það hefði fengið allt annað líf.

En þetta er öðruvísi plata, sem ég veit að á hljómgrunn hjá þjóðinni.

6 af 10 stjörnum í minni bók

 

This entry was posted in Dómar, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *