RAGGA GRÖNDAL – SVEFNLJÓÐ (2014) CD 7 stjörnur

scan0034Stærsti tónlistarsigur Röggu Gröndal er án ef hennar útgáfa af laginu Ást eftir Magnús Þór Sigmundsson og ljóð Sigurðar Nordal.

Rödd Röggu er seiðandi og lærð, hún kann að nota hana og ná út úr henni ótrúlegum  blæbrigðum og túlkun og … hún syngur vel.

Ég geri mér ekki alveg grein fyrir áhrifavöldum hennar, nema þá kannski Kate Bush og Joni Mitchell, en áhrifin eru líka tengd söng- og tónlistar námi og víðtækum áhrifum kennara, en það er ekkert endilega rétt hjá mér.

Ragga er líka píanóleikari, og nokkuð góð sem slíkur. Ragga er líka lagasmiður á nýju plötunni.

Sem lagasmiður fer hún víða um völl semur bæði poppuð píanólög og hálf klassísk einsöngslög.

Svefnljóð er nokkuð þung plata, píanóið er þó allsráðandi og útsetningarnar allar nokkuð ævintýralegar og góðar.

Ragga semur öll lögin nema eitt og á fjóra texta af 9. Bestu lögin eru Ástarljóð við texta Röggu, leikandi létt popplag með einlægum texta, Svefnljóð lag við ljóð Kristínar Jónsdóttur frá Hlíð, þunglamalega létt og einfaldlega flókið stemmningslag sem heppnast vel. Sólon Islandus er við ljóð/texta Hallgríms Helgasonar og grípur líka vel, með smá brassi og vel sungið með smá hjálp frá Pálma Gunnarssyni, sem gefur mikla fyllingu í flutninginn.

Önnur lög er kannski venjulegri og ástin sem skín úr textum Röggu lyftir plötunni á hærra plan, eins og í Astarþulu, Litla barn og Ástarljóð.

Þetta víst áttunda plata Röggu en hún gaf út sína fyrstu plötu 2003, svo kom Vetrarljóð 2004 og hún fylgir henni eftir 2005 með After The Rain, 2006 kema Þjóðlög, 2008 kemur Belle & Her Black Coffee, Tregagás fylgir 2009 og 2011 kom síðan Aristocat Lullaby.

Þar að auk liggja eftir hana lög á fjölda safnplatna í gegnum tíðina og lög með hinum og þessum.

En Svefnljóð er þroskuð og persónuleg plata frá Röggu Gröndal.

hia

7 af 10 stjörnum

p.s. þó platan sé oft þunglamaleg, þá er þetta meiri ástarplata en jarðarfararplata og þótt umslagið sé flott, mynd af Röggu í svörtum miðaldakjól sitjandi milli leiða á gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu býst ég við og myndir gömlum postulínsbrúðum á bakhliðinni eru aðeins of!

 

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *