HJÁLMAR – SKÝJABORGIN 2004-2014 (Sena) 2CD 2014 10 stjörnur

scan0014Það eru sem sagt 10 ár síðan ég hitti Rúnar Júl í Skífunni/Sena í Skeifunni og hann gaf mér fyrstu plötuna með Hjálmum og sagði við mig ég mundi örugglega fíla þessa stráka sem hann var að gefa út og voru heimalningar í Stúdíói hans í Keflavík, Geimsteini.

Þetta var platan Hljóðlega af stað sem kom út 2004. Rúnar hafði sjálfur átt í löngu sambandi við reggae músíkina gaf t.d. út lag Jimmy Cliff Come Into My Life á 7 tommu árið 1975.

Þessir heimalningar voru Sigurður Guðmundsson, sem syngur og leikur á gítar, hammond-organ og ýmsa hljóðgerfla, Þorsteinn Einarsson, sem syngur og leikur á gítar, Guðmundur Kristinn Jónsson, sem leikur á gítar, Kristinn Snær Agnarsson, sem leikur á trommur og Petter Winnberg, bassaleikara.

Hljóðlega af stað á 4 fulltrúa á nýju safnplötunni, titillagið, Bréfin, Borgin og Svarið, öll sungin af Þorsteini, sem menn voru kannski ekki allir sáttir við í byrjum, vegna áhersla á orðin, skiptingu orðanna í söng. En þetta var hans stíll, næsta fullskapaður og í raun einkenni Hjálma strax í byrjun. Þorsteinn á líka stærsta hluta laganna sem Hjálmarnir hafa gefið út.

Önnur plata þeirra Hjálmar kom út haustið 2005 og inniheldur lögin Ég vil fá mér kærustu, sem gerði þá fræga, Líð ég um, Geislinn í vatninu og Til þín, eftir Sigurð.

Tveimur árum síðar kom Ferðasót, sem fór reyndar alveg framhjá mér. Fulltrúar hennar hér eru Leiðin okkar allra, Vagga vagga eftir Þorstein og föður hans Einar Georg Einarsson, Spor, Vísa úr Áltfamýri og Ferðasót eftir Þorstein og Hafið eftir Sigurð og Sigríði Eyþórsdóttur.

Tveimur árum síðar haustið 2009 kom út 4ða plata þeirra IV skýrð höfuðið á Led Zeppelin plötu 🙂

Hluti plötunnar var tekinn upp í pílagrímsferð til Jamaica og tekin upp í Tuff Gong og Harry J Studio. (auk Hljóðrita 🙂 )

IV var feykivinsæl með lögum eins og Manstu og Heyrist hverjum, sem er reyndar ekki á Skýjaborginni. Lýsi ljós , Lítill fugl, Í draumi, Hvert sem ég fer og Taktu þessa trommu, öll eftir Þorstein og Það sýnir sig eftir Sigurð eru þó öll á plötunni.

2010 gáfu Hjálmar út plötuna Keflavík Kingston með ýmsum lögum sem höfðu komið út en ekki á plötunum þeirra, og þau rata ekki inn á Skýjaborgina heldur.

2011 kom næsta plata Órar rétt fyrir jólin og týndist kannski pínulítið innan um annars góða íslenska útgáfu. Í gegnum móðuna og Ég teikna stjörnu náðu þó nokkrum vinsældum. Hér varð smá breyting á Hjálmum, meira Dubb, elektróník og ævintýri. Haust og Eilíf auðn eru hér, eftir Þorstein og Borð fyrir tvo eftir Sigurð og Braga Valdimar.

2013 kom út hin framsækna og forvitnilega Dub Of Doom sem Hjálmar tóku upp í Jimi Tenor og var tekin fyrir hér á sínum tíma. Mjög forvitnileg og eftirminnileg en á þó engan fulltrúa á Skýjaborgum.

Og síðan má ekki gleyma nýju lögunum á Skýjaborgum.

Tilvonandi vor er eftir Sigurð og svo á Þorsteinn 3 frábær ný lög Lof, Skýjaborgin og Blómin í brekkunni, sem er afbragðs soul lag.

Hjálmar eru að mínu mati næst besta Reggae band allra tíma á eftir Bob Marley & The Wailers, og söngur Þorsteins á þar stóran þátt af öðrum meðlimum ólostuðum, hver og einn toppmaður í tónlistinni.
Takk fyrir músíkina Hjálmar!
(Og takk Rúnar Júl!)
10 af 10 stjörnum
hia
This entry was posted in Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *