RAGGI BJARNA – 80 ÁRA (Sena) 2CD 2014 7 stjörnur

scan0016

 

Raggi Bjarna er orðinn 80 ára enn í fullu fjöri. Ég sá hann síðast í Mál og Menningu á Menningarnótt spila með Bjössa Thor og Papa Jazz. Og þeir voru bara þræl fínir.

Ferill Ragnars Bjarnasonar á plötum spannar nú 60 ár. Fyrsta breiðskífan kom þó ekki út fyrr árið 1971.

Hins vegar var hann þá búinn að gefa út 9 78 snúninga, tveggja laga plötur á árunum 1954 til 1958 og má finna tíu af þeim 18 lögum á þriðju plötu þessa safns sem heitir Perlur. Þetta eru flest lög sem lítið hafa verið endurútgefin, enda hljómurinn dálítið flatur og söngur Ragga ekki kominn á það plan sem hann náði um 1960.

Síðan komu tíu 7 tommur frá 1960 til 1964 og fræg lög ein Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig, Heyr mitt ljúfasta lag, Nótt í Moskvu, Vertu sæl mey, Hún var með dimmblá augu dökka lokka og Ég er kokkur á kútter frá Sandi, sem öll eru annarri plötunni, Smellir.

EP plötur náðu vinsældum upp úr 1960 og frá 1961 og til 1969 gaf Raggi út sjö slíkar 4ra laga plötur. Mörg laganna náðu vinsældum, Vorkvöld í Reykjavík 1961 og Úti í Hamborg 1968, en það er ekki mikið af lögunum hér.

Raggi gaf út fyrstu breiðskífu sína 1971 sem hét Ragnar Bjarnason. Aðeins eitt laganna náði vinsældum í mínum minningum, lagið Barn, sem er líklega allra besta lag Ragga Bjarna.

1972 kom 2ja laga plata og 1976 breiðskífa með Þuríði Sigurðar, Lög Jónatans Ólafssonar.

Raggi týndist nokkuð eftir þetta því næsta plata í hans nafni kom ekki út fyrr en 1995 Heyr mitt ljúfasta lag, þar sem hann endurgerði fræg lög sín og bætti nýjum við.

1999 stofnaði hann sitt eigið útgáfumerki, RB Records og gaf út Við bjóðum góða nótt, en það var lagið sem KK Sextettinn lauk öllum böllum sínum með og Raggi síðan. Þetta var sérstök plata öll á ensu utan tvö lög, og mætti alveg vera endurútgefin eins og fyrsta breiðskífan.

2004 kom út 70 ára afmælisplatan Vertu ekki að horfa  og síðan hafa komið út plötur á næstum hverju ári. 2005 kom Með hangandi hendi, 2006 Vel sjóaður, 2007 Gleðileg Jól með Ragga Bjarna allar hjá RB Records.

2008 kom Lögin sem ekki mega gleymast, 2009 kom frábært safn Komdu í kvöld, 2010 kom 75 ára afmælistónleikar, 2012 kom Dúettar og í fyrra kom kom frábær stúdíóplata, Falleg hugsun.

80 ára er skipt upp í þrjá hluta, Dúettar, Smellir og Perlur. Smellirnir eru frábærir, en Dúettarnir dálítið óþarfir eftir samnefnda plötu, þó Raggi eigi dúetta frá öllum tímum. Perlur er dálítið skrýtin plata, skil ekki alveg lagavalið, en margt forvitnilegt.

Næst er það bara heildarsafn ekki satt?

7 af 10 stjörnum.

p.s Umslagið er ágætt allar upplýsingar um lögin og skemmtilegur texti eftir Jónatan Garðarsson.

This entry was posted in Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *