PÁLL ROZINKRANZ – 25 ÁR (Sena) 3CD 2014 3 stjörnur

scan0031Það er stundum spurning hvort dæmi skuli plötu. Ég hef stundum sleppt plötudóm ef ég hef ekkert gott að segja um plötuna. Páll Rósinkranz er ágætis söngvari og tókst vel upp í samstarfi við Jet Black Joe sem gerðu pínulítið öðruvísi hluti í lagasmíðum, flutningi og upptökum. Á þessari þriggja diska útgáfu sem fer í gegnum 25 ára söngferil Páls er síðasta platan tileinkuð Jet Black Joe.

Eftir að hafa farið í gegnum hinar tvær fannst mér Jet Black Joe ótrúlega góð. Bestu lögin, bestu upptökurnar, besta spilið og besti söngurinn. Jet Black Joe gerðu fjórar stórar plötur, og Páll gerði einar fimm í eigin nafni, oftast tökulög og trúarleg.

Trúarlegu lögin gefa mér ekkert, hvorki lögin, söngurinn né undirspilið, sem er oft einfalt og fátæklegt. Hin lögin eru skárri en ekki mikið meira.

Ef ég hefði fengið plöturnar 3 í hendur sína í hvori lagi hefði fyrsta platan fengið 0 stjörnur, önnur platan 2, en Jet Black Joe 8 stjörnur.

Ég þekki ekkert til lífshlaups Páls, en geri ráð fyrir að það hafi mikil áhrif haft á músíkferilinn.

Hia

0+2+8= 10 deilt með 3 = 3+ stjörnur

Jónatan Garðars er góður í æviágripunum og umslagið er allt í lag.

 

 

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *