HELGI JÚLÍUS – CROSSROADS (Sena) CD 2014 7 stjörnur

Einhverra hluta vegna hefur Helgi Júlíus Óskarsson farið fram hjá mér hingað til, vissi þó af síðustu plötu hans, Í blús, þegar henni var hrósað á Rás 2, en heyrði ekkert nógu áhugavert til að kynna mér betur.crossroads-helgi-julius-icelandic-music

En nú veit ég að Helgi er búinn að gefa út fjóra diska áður, Sun For A Lifetime 2010, Haustlauf 2012, og Kominn heim og Í blús 2013. Helgi er skurðlæknir og starfaði sem slíkur í 25 ár í Bandaríkjunum.

Á fyrri plötunum hefur hann notið aðstoðar ýmissa söngvara, Valdimars Guðmundssonar, Svavars Knúts, Kristjönu Stefánsdóttur og Helga Björnssonar.

Síðustu þrjár plöturnar voru með íslenskum textum en hér snýr Helgi aftur með enska texta.
Lögin eru AOR eins og kaninn mun segja Adult Orient Rock, sem er í sjálfu sér ágætt því flestar íslenskar útvarpsstöðvar spila mest af slíkri tónlist til að móðga engann. Eagles, Fleetwood Mac, Valdimar, Svavar Knútur, Dikta, allt tónlist sem ögra engum. Vel flutt, vel sungið, enginn æsingur, engar öfga tilfinningar. Helgi söng eitthvað í fyrri plötunum en ekki hér, og hann virðist ekki spila heldur.

Lögin eru góð, lítil, falleg lög og söngvararnir góðir, en eitthvað truflaði mig, og eins og alltaf, spyr ég mig: rík ég til að kaupa þessa plötu, spila ég hana aftur eftir dóminn. Ég á fullt af plötum með James Taylor, Fleetwood Mac og Eagles og Crossroads vantar þetta extra upp á. Ég raðaði henni reyndar upp á nýtt í tölvuspilaranum og var mun sáttari. Raðaði eftir söngvurunum, strákana fyrst og svo stelpurnar. Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu á þá tvö fyrstu lögin Is It Time, sem er mjög gott, The Lights In The City, síðan Jacob Mechler með sína James Taylor rödd kemur næst með In The Rain, afbragðslag, Roses In The Park, síðan kemur annar afbragðs söngvari Amit Paut (A Teens) með Can I Have A Moment, þriðja afbragðslagi, síðan syngur hann When You Found Me með Árný Árnadóttur, sem syngur síðan önnur þrjú lög, Army Of Angels, Crossroads og The House Of Heaven, ágætis söngkonu en nær samt ekki að lyfta lögunum eins strákarnir. Ragnheiður Gröndal syngur lagið Life Is Now og nær ekki að lyfta því frekar, Eva Björk Eyþórsdóttir syngur síðan lagið I Hope You Know, en hún lyftir því ekki heldur en líklega hefði einhver að strákunum gert það.

Yndælisplata með yndælislögum sem eru fín í útvarp, með kertaljósunum, rómantísk og að hálfu þrælgóð.

hia

7 stjörnur

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *