KVIKA – SEASONS (Sena) CD 2014 8 stjörnur

scan0032Nýstirni ársins eru mörg eins og undanfarin árin. Sumir lifa áfram, sumir styrkjast og sumir hverfa, eins gengur og gerist. Jarðvegurinn er frjór, ensku blöðin skrifa alltaf um íslenska músik ef eftir því er sóst og undanfarin ár er alltaf eitthvað að lesa um íslenska tónlist í Mojo, Uncut og Q alla vega og Rolling Stone í Ameríku skrifar alla vega um Iceland Airwaves.
Spilamennska erlendis er að einhverju leyti styrkt og opinberir aðilar hjálpa til, hliðið er galopið.

Kvika er splunkuný hljómsveit með sína fyrstu plötu, vinsæl í útvarpi og syngja á ensku.

Kvika minnir um margt á Kaleo, popp/rokk lög í hæsta gæðaflokki, sterkur söngvari og ferlega gamaldags. Minna á Badfinger á köflum, Kinks kom upp í hugann eitt augnablik og U2 í sama lagi og Dikta oft.

Kvika er 6 manna band stofnað í apríl á síðasta ári í kringum lög söngvarans Guðna Þórs Þorsteinssonar.

Fyrsta lagið sem heyrðist í útvarpinu var Melody Maker, frábært popplag, svo hafa Merry Go Round og On The Road heyrst líka, bæði ágæt.

Summer Luvin’ er lag sem minnir óneitanlega á U2 og það er vel meint. Líklega nútímalegasta lag Kviku 🙂 . Youth Tube er reyndar líka með nýlegra sándi, þeas 80s ekki 60s og 70s!

All The Colors Of The Sky, besta lag plötunnar, minnir sterklega á Diktu, röddin og tempóið og simpilt gítarsóló, snilld. Palm Of My Hands, gospel píanói stíl Paul McCartney, skemmtilegt, óhefðbundið og gott lag. Music In The Air og Seasons jafnast á við það besta frá Badfinger, og það er ekki vont.

Faked Smiles And Distorted LipstickQueen… hum, já, það var fyrsta sem kom í hugann og textinn er líka dálítið GlamRock og dálítið í 70s anda Kinks. Flott.

Hörku fín plata vel – góð lög og góður söngvari.

hia

8 af 10 stjörnum

 

 

 

 

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *