THEM CROOKED VULTURES – THEM CROOKED VULTURES (2009)

Them Crooked VulturesThem Crooked Vultures er súpergrúppa með aðalsöngvara Queens of the Stoneage auk trommara Nirvana og bassagítarleikara Led Zeppelin.

 •  
 •  – Stendur bandið undir merkimiðanum?
 • Súpergrúppur gera það sjaldan, líklega er Queens betra band fyrir aðdáendur þeirra, og bæði Nirvana og Foo Fighters falla ekki í skugga TCV hvað þá Led Zeppelin.
 •  
 • Þetta er ágætis Riff rokk með blús ívafi, þungum tón og sándi, en samt stutt í melódíuna. Eins og Zeppelin, þá er þetta 4ra manna gítar/gítar, bassi – trommur að upplagi, en JP Jones, bassaleikari, er auðvitað í fjölhæfara hlutverki sem útsetjari, hljómborðsleikari, slide gítarleikari, mandólínspilari t.d.
 •  
 • Þó að platan hljómi dálítið eins og hún hafi verið ákvæðin og tekin upp á jammsession í stúdíói á einum degi. Þá var hún ákvæðin allavega 2005, því að Grohl sagði frá hugmyndinni í viðtali við Mojo þá.
 •  
 • En á móti má segja að snilldin sé að láta flókna hluti hljóma einfalda. Ef Grohl hefði ekki verið búinn að fá Jones á bassann má geta þess að Paul McCartney bauð sig fram í verkefnið, en Grohl hefur leikið á trommur með McCartney.
 •  
 • Þetta þýðir ekki að Queens eða Foos séu hættir og þess má líka geta að Jimmy Page er umhugað um að koma Zeppelin aftur í gang með eða án Plant, sem er að koma með aðra Plant Krauss plötu á þessu ári.
 •  
 • Lögin New Fang, Scumbag Blues og Mind Eraser (No Chaser) er fín: sveitt og feit lög, sem hljóma fínt í bílnum (gæti haft áhrif á hraðann!), og þessi plata er fínt innlegg í músíkflóruna en svona músík hefur kannski ekki mikið heyrst upp á síðkastið, sér í lagi með svona músíkölsku ívafi eins og JP Jones leggur til.
 •  
 • Þeir minna mig mun meira á seinni tíma King Crimson með Adrian Belew í söngvarahlutverkinu. Þeir eru ekki ólíkir Josh og Adrian, en auðvitað eru King C þekktir sem framúrstefnuband en ekki þungarokk!
 •  
 • Þessi plata fær 6 stjörnur af 10. Rétt ofan við meðallag, En varla inn a 1001 plötu sem þú verður að eiga, þó hún sé betri en margar tilnefndar í þeirri góðu bók (1001 Albums you must hear before you die).
This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

One Response to THEM CROOKED VULTURES – THEM CROOKED VULTURES (2009)

 1. Finnbogi says:

  Hlustaði á Rokkland hjá Óla Palla á sunudag á meðan ég ók norður og ég verð að segja að það sem ég heyrði þar fær mig ekki til að skokka út í búð og kaupa plötuna. Þetta er kannski asnalegt viðhorf en þegar maður á fullt af góðri tónlist (gamalli – já) þá þarf þetta nýja sem er að bætast í safnið að vera nokkuð gott og þessi plata er ekki nógu góð til þess …

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *