YLJA – COMMOTION (2014) CD 2014 6 stjörnur

scan0035Ljúft og vel gert. Hljómar ágætlega en vantar allt ris, grip og stefnu. Virkar á mig eins og kvikmyndatónlist sem ég myndi sofna út frá.

Góðar raddir sem vefjast um hvor aðra og sama má segja um músíkina, einhverskonar þjóðlagasýra sem hefði oft heillað mig, en kannski ekki nógu sýrt til þess 🙂

Ylja er 6 ára gamalt band sem gaf út sína fyrstu plötu 2012 sem hét Ylja, og naut einhverra vinsælda, en ég man ekki eftir að hafa heyrt í þeim í útvarpi þó. Stofnendur hljómsveitarinnar voru vinkonurnar Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir, söngkonur og gítarleikarar.

Flestar íslenskar plötur sem koma út í dag eru illa uppraðaðar að mínu mati. Og það á við um Commotion. Platan þarf að grípa þig strax í fyrsta lagi og halda þér sem hlustanda í næstu þremur – fjórum lögunum. Ef ekki þá gefst hlustandinn upp og tékkar á næstu plötu á Spotify, eða hvar sem er.

Ég endurrraðaði Commotion eftir að hafa hlustað í nokkur skipti án þessa að ná einbeitingu. Sem betur fer, Light As Stone og Helen Of Troy eru áberandi bestu lögin. Komdu nær, Commotion og Shadows kæmu næst og platan er mun betri til hlustunar, alla vega fyrir mig.

Eins og segir í fréttatilkynningu eru melódíurnar draumkenndar, einstakur hljómur, fallegir textar. Og hér má bæta við að raddirnar eru líka góðar og sérstakar.

Hlakka til að heyra næstu plötu. Þær eru á réttri leið og með góðan tónlistarsmekk.

hia

6 stjörnur af 10

Umslagið, jú jú gamaldags sýra … en ég hefði létt það upp og gert það bjart og hippað og folky frekar 🙂 En hvað veit ég?

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *