PETER GABRIEL – SCRATCH MY BACK (2010)

PeterGabrielSMBGabriel var forsöngvari Genesis frá 66/67 til 74 eða á 6 stúdíó plötum en Nursery Cryme og Foxtrot eru plötur sem ættu að vera í öllum betri söfnum (og auðvitað til í plötubúðum).

Gabriel hóf sinn sólóferil 1977 með plötunni Peter Gabriel, síðan kom út platan Peter Gabriel 1978, 1980 kom síðan út platan Peter Gabriel og 1982 kom út plata sem hét Peter Gabriel. Tvær þær síðastnefndu má kalla listaverk.

1986 kom svo So sem var vinsælasta platan hans og stendur ágætlega undir því. Síðan hafa bara komið út Us 1992 og Up 2002 báðar mikil vonbrigði.

Hann hefur reyndar gefið út 5 kvikmyndaplötur og live plötur en bara þrjár alvöru plötur með frumsömdu efni á síðustu 24 árum.

Sem sagt : það er ekki eins og hann hafi verið að dæla út frumsamdri músík á undanförnum árum: Up fyrir 8 árum, Us fyrir 18 árum,, So fyrir 24 árum (og svo 4 fyrir 28 árum, 3 fyrir 30 árum, 2 fyrir 32 árum og 1 fyrir 33 árum.) (ostar 85(Birdy),89(Passion), 00(Ovo) og 02(Long Walk Home)). Last temptation of christ & womad concertarnir.

Gabriel hefur áður fiktað í coverum, Strawberry Fields Forever, Imagine, Let It Be, Suzanne og svo var hann búinn að prófa Book Of Love áður á sándtrakkinu Shall We Dance.

Gabriel hefur líka fiktað í Orchestral útgáfum áður og er Strawberry Fields gott dæmi.

Ég bjóst ekki við því að Gabriel félli á þá gryfju að snobba fyrir yngri músík. Hann gerir hvorki sér né lögunum eða upphaflegu flytjendunum gagn né gaman. 

Platan er vægast sagt þunglamaleg, jafnvel hálf lömuð. Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af útsteningum John Metcalfe‘s (Durutti Column) en upptökustjóri er Bob Ezrin og Tchad Blake stjórnar tökkum. 

Yfirlætisleg flatneskja, leiðinleg og fullkomlega tilgangslaus plata.

Öll lögin eru mun betri með upphaflegu flytjendunum. 

Hann tæklar gömlu meistarana klaufaleg;  Bowie – Lou Reed – Randy Newman – Neil Young – DaviddByrne – Paul Simon  – úff

Lög ungliðana eru betri; Elbow – Magnetic Fields – Arcade Fire – Radiohead – Regina Spektor – Bon Iver – kannski vegna þess að þau eru ekki jafn greipt í huga minn.

Sorglegt! þessi maður samdi Don‘t Give Up – Games Without Frontiers – Solsbury Hill – Mercy Street –Shock The Monkey – San Jacinto – og Nursery Cryme og Foxtrot

Waterloo Sunset sem er á bónus disknum er allt of líflegt til að vera á þessari plötu og þar af leiðandi besta lagið (sem er reyndar varla á plötunni) en þó hafa margir gert það betur.

Singúllinn „The Book Of Love“ venst mjög vel og kannski verð ég sáttur með minn mann síðar meir(J).

En það er miklu gáfulegra að fá sér eitthvað annað með honum, nema þú eigir allt og verðir að fylla í safnið!!!!

Stjörnur: 2

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *