GÍSLI ÞÓR ÓLAFSSON – ÝLFUR (Gillon) 2014 CD 6 stjörnur

scan0055Hvað get ég sagt?

Ég heyri gott efni, ágæt lög, góða texta eða ljóð, ágætar einfaldar útsetningar, en vonlausan söng.

Ýlfur er þriðja sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar, en hann hefur áður gefið út plöturnar Bláar raddir sem var tekin fyrir hér í fyrra, lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar, og Næturgárun, sem Gillon, 2012.

Það eru 10 lög á plötunni öll eftir Gísla, en fjórir textanna eru ljóð Geirlaugs og einn eftir Gyrði Elíasson. Efnið er ekki nýtt, nýjasta lagið frá 2008 og sumt endurunnið af kassettu sem hann dreifði 1998.

Platan, sem inniheldur tíu lög, er byggð á samnefndri kassettu sem Gísli gaf út í örfáum eintökum árið 1998.

Ljóð Geirlaugs eru sér kapituli. Þau heita Einnar nætur blús, Fleiri nátta blús, Og einn blús til tanja og Síðasti blús. Þessi lög hefðu öll þolað betri söng, enda ágætis, fjölbreytt lög.

Ljóð Gyrðis Óttusöngur við gott lag Gísla kemur ágætlega út, með samhljóm eins og bakrödd sem mildar söng Gísla.

Af lögunum sem Gísli semur við eigin ljóð eru Andar í ýlfrun trjánna og Bláblóm auk lokalagsins Milli drauma best.

En ég er hræddur um að röddin eða söngurinn, eða vinnsla á henni skilji milli feigs og ófeigs.

Hef samt tröllatrú á músíkinni.

hia

6 af 10 stjörnum

ps umslagið er enn eitt pastelumslagið, “listrænt”,  naive. Úlfur ýlfrandi mót tungli, táknrænt. Og stafirnir svona eins og óöruggir barnslegir, í ójfanvægi, kannski er það táknræny. Textabók er skipulögð og vel framsett og að mestu læsileg.

 

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *