HERMIGERVILL – HERMIGERVILL I (Sena) 2014 CD 8 stjörnur

scan0060

 

 

 

Hermigervill I er ekki fyrsta plata Hermigervils heldur sú fimmta samkvæmt upplýsingum útgefandans.

Áður hafa komið tvær sampl-plötur og tvær með rafútgáfum af íslenskum lögum. Ok, gott að Hermigervill I er fyrsta plata sem ég heyri, því ég heyri forvitnileg, melódísk lög undir áhrifum frá tveimur að mínum uppáhalds:Mike Oldfield og Jah Wobble. Og hugsanlega hefðu þessar fyrri plötur dregið úr.

Síðan tékkaði ég reyndar á YouTube og viti menn, hann er út um allan heim, ég vissi af honum, en hafði enga ástæðu til að tékka frekar, Sónar, dóp og elektrónik per se höfðar alls ekki til mín.

En músíkin snerti eitthvað, hugmyndirnar og fagmannleg vinnubrögð. Plús hann notar theramin (það er “hljóðfæri”) smágerð hljómborð og er alvöru lagasmiður og músíkant.

Og hver er þessi viðkunnanlegi síðhærði, rauðhærði, hálf feimni strákur? Jú, hann heitir Sveinbjörn Thorarensen. Hann er sonur Björns Thorarensen sem var í Mezzoforte í byrjun. Hann hefur spilað um víða veröld og þið finnið YouTube upptökur frá útvarpsstöðvum og konsertum erlendis. Play Icelandic Pop Classics og Play More Icelandic Pop Classics eru á Spotify og 5 vinsælustu lögin hafa verið spiluð 9 þúsund til 28 þúsund sinnum! Ekkert smá.

Í lok maí 1973 kom út fyrsta sólóplata Mike Oldfield, Tubular Bells. Ég las og keypti öll músíkblöðin, Melody Maker, Sounds og New Musical Express, sem komu út vikulega og komu til landins innan við viku 1973 og platan kom til landsins í byrjun júní og ég man að ég fór með hana í partí snemmdags 17 júní hjá vinum í vesturbænum. En áhuginn og þolinmæðin að hlusta á Mike Oldfield var enginn 🙂 En Mike Oldfield varð vinsæll eins og Kraftwerk og margir óvenjulegir listamenn.

Hermigervill er óvenjulegur listamaður sem blandar saman hljóðum (sömplum), skrýtnum hljóðfærum, hljómborðum, trommuheilum og öðrum sándum.

Hermigervill fær góða gesti sér til liðs í nokkrum lögum, þar á meðal söngvarana John Grant í Between Wolf And Dog og Unnstein Manúel Stefánsson í 2D.

Ef ég hefði hæfileika til að gera plötur fengi ég Hermigervil til liðs við mig sem upptökustjóra og til að útvíkka mínar hugmyndir. En vonandi verður hann svo farsæll með þessa plötu að framtíð hans mótist af nýjum eigin plötum.

hia

8 af 10 stjörnum

p.s. umslagið er ágætt, pastel litir enn einu sinn en sveimkennt albúm með mynd að flytjendanum. annars bar einfalt og gott. En ekkert nafn á framhliðinni. Ekki gott í búðinni.

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *