JÓN JÓNSSON – HEIM (Sena) 2014 CD 7 stjörnur

scan0065Ég fylgdist nú ekki mikið með ævintýri Jóns í vesturheimi, en mér skilst að það hafi ekki gengið upp og hann sé laus undan þeim samningi við Epic Records og L.A.Reid.

Líklega stranda slíkir samningar í nokkuð mörgum tilfellum og það þarf virkilega harða umboðsmenn til að klára sig, sérstaklega í þessum high class geira.

En það er bara svona. Jón er jafn hæfileikaríkur sem fyrr, en það hefði verið gaman að fá eina topp prodúseraða plötu frá honum.

En í stað fáum við strípaðan og nokkuð óheflaðan og smá flippaðan Jón, en kannski eilítið graman.

En það er allt í lagi. Jón hefur stíl og er söngvari af lífi og sál. Semur ágætis lög og væmna sjálfhverfa og einlæga texta, sem er líka allt í lagi. Fyrir hann og nokkra aðra. Reyndar á Einar Lövdahl fjóra texta og aðra tvo með Jóni.

Þótt furðulegt sé er nýja platan Heim bara hans önnur plata. Fyrri platan Wait For Faith kom 2012 og var á ensku. Nýja platan er á íslensku utan tvö lög sem komu út á undan plötunni á smáskífum.

Jón hefur sterkar rætur í soul og soulfunki. Hann minnir mig mjög á einn besta listamann þjóðarinnar Jóhann G Jóhannsson, sem fullmótaði sinn soul stíl fyrir um 40 árum á plötu sinni Langspili og Don’t Try To Fool Me. Og hann samdi líka væmna, sjálfhverfa og einlæga texta.

Lögin All You I, Feel For You og Ljúft að vera til voru búin að heyrast áður, öll góð útvarpsvæn lög með textum í einlægum anda Jóns. Síðan kemur Gefðu allt sem þú átt, Segðu já, Heim og Endurgjaldslaust, Saman, Dag efti dag, Engin eftirsjá og Gæti þín eru allt góð lög.

Áheyrileg, einlæg og góð plata með listamanni sem úðar frá sér áhuga og einlægni.

hia

7 af 10 stjörnum

p.s. umslagið er bjart beint áfram og gott. Gott samspil myndar af Jóni og teikningum og nafn og heiti plötunnar á réttum stað! Textabókin hvit og svört og smekkleg frá A-Ö.

 

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *