ÝMSIR – SG jólalögin (2014) 3CD 8 stjörnur

scan0056

SG Jólalögin er gott nafn á jólaplötu með lögum sem komu á á merkjum SG hljómplatna.

Svavar Gests gaf út músík sem var ekki hip og kool á sínum tíma, með listamönnum sem voru á eftir sinni samtíð ef svo má segja. En þegar tímar liðu varð tónlist tímalaus.

En hann gaf út músík sem seldist með listamönnum eins og Elly Vilhjálms og bróður hennar Vilhjálmi Vilhjálmssyni sem gerðu vinsælar jólaplötur og flest laganna heyrast í desember á hverju ári eins og Hvít Jól, Hátíð í bæ, Jólasnjór, Jólasveinninn minn, Jólin koma og Gefðu mér gott í skóinn, sem eru öll hér.

Svanhildur Jakobs gerði mjög vinsæla jólaplötu fyrir SG og lög eins og Jóla Jólasveinn, Í Bethlehem er barn oss fætt, Ég sá mömmu kyssa jólasvein og Jólin Jólin.

Savanna Tríóið og Þrjú á palli gerðu líka jólaplötur. Savanna áttu Nóttin var sú ágæt ein og Það á að gefa börnum brauð og Þrjú á palli Hátið fer að höndum ein, Gilsbakkaþulu og Góða veislu gjöra skal.

Óperusöngvararnir Guðmundur Jónsson og Guðrún Á Símonar poppuð upp nokkur jólalög, eins og Jólainnkaupin, Heilaga nótt, Heims um ból, Snæfinn snjókarl, Loksins koma jól, Jólaklukkur og Meiri snjó.

Svo voru alltaf kórar. Sá hátíðlegast var Eddukórinn með sínar “réttu” útsetningar á Bráðum koma jólin, Jólin eru að koma, Á jólunum er gleði og gaman og Jólasveinarnir. Silfurkórinn var “ameríkanseraður” kór með skemmtilega flötum röddum. Þau voru voða vinsæl og eiga hér nokkrar jólasyrpur í anda 14 fóstbræðra.

Svo var tími stúlknakóranna frá Selfossi, úr Melaskólanum og úr Álftamýraskólanum og þeirra útgáfur af Jólasveinar gangu um gólf, Þrettándi dagur jóla og Bráðum koma blessuð jólin.

Kristín Lilliendahl var næstum því barnastjarna með sína sérstöku rödd og jólalög eins og Óskin um gleðileg jól, Það heyrast jólabjöllur og Pabbi komdu heim um jólin.

Katla María var önnur barnastjarna og hennar lag var Ég fæ jólagjöf, en hún á líka Rúdolf með rauða trýnið.

Og Ómar Ragnarsson var mesti jólasveinninn. Krakkar mínir komið þið sæl, Jólasveinn taktu í húfuna á þér og Ó Grýla.

Guðrún Stephensen og Ólafur Magnússon frá Mosfelli minna okkur á fyrri tíð með jólatréssöng jólasveinsins og Amma fer með kvæðið um jólaköttinn og Jólaguðspjallið.

Jóllastemmning!

8 af 10 safnplötustjörnum

hia

p.s. Umslagið er smekklegt, gamaldags og gott.

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *