ÝMSIR – POTTÞÉTT JÓL (2014) 3CD 8 stjörnur

scan0058

Það koma alltaf nokkrar jólaplötur á hverju ári, ég veit um sjö þessi jól. SG jólalög með 60s jólalögum fyrst og fremst og Pottþétt Jól með frægustu poppjólalögunum íslensku síðustu áratuga tveimur plötum og einni plötu með safni erlendra jólalaga, eru þær sem hafa borist Plötudómum.

Pottþétt seríurnar eru á pari við ensku og amerísku seríurnar Now og eru vinsælda miðaðar. Það gerir Pottþétt jól sérstaklega vænlega til vinsælda. Á fyrstu tveimur plötunum eru lög eins og Ef ég nenni (Helgi Björns), Ekki um jólin (HLH Flokkurinn og Sigga Beinteins), Jól alla daga (Eiríkur Hauks), Hátíðarskap og Aðfangadagskvöld (Þú og ég), Nú mega jólin koma fyrir mér og Jólin eru hér ( af frábærri jólaplötu Sigurðar Guðmundssonar), Jólastund (með Stuðkompaníinu), Jólahjól (með Stebba Hilmars og Sniglabandinu), Ég hlakka svo til með Svölu Björgvins, sem leiðrétti þágufallssýkina 🙂 , Snæfinnur snjókarl og Þú komst með jólin til mín með pabba hennar Björgvin Halldórssyni, Er líða fer að jólum með Ragga Bjarna, Gleði og friðarjól og Yfir fannhvíta jörð með meistara Pálma Gunnarssyni, Jólasveinninn minn með Hljómum, Þorláksmessukvöld og Jóla jólasveinn með Röggu Gísla, Eitt lítið jólalag með Birgittu Haukdal og Gleðileg Jól (allir saman) með Eyjólfi Kristjánssyni, og já nýtt lag með Stebba Hilmars, Glæddu jólagleði í þínu hjarta, sem stimplar sig strax inn. Vantar kannski eitthvað með Baggalút?

Þriðja platan er með erlendum jólalögum. Þar má heyra White Christmas með Bing Crosby, I Wish It Could Be Christmas Everyday með Wizzard, Last Christmas með Wham!, Thank God It’s Christmas með Queen, Mary’s Boy Child með Boney M, Merry Christmas Everybody með Slade og Do They Know It’s Christmas með Band Aid.

Vel valið, þó ég hefði valið betur 🙂

8 af 10 jólastjörnum.

ps. Umslagið eru í Pottþétt stíl glansandi með silfurtrjám og rauðum og hvítum jólasvein með gleraugu og jólapakka í stað Coca Cola! Bara eins og það á að vera.

 

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *