ÝMSIR – POTTÞÉTT 63 (2014) 2CD 6 stjörnur

scan0061

 

 

 

Ég geri fastlega ráð fyrir að platan í efsta sæti um jólin verði Pottþétt 63 eins og Pottþétt númeraröðin hefur oftast gert.

Pottþétt platan sem kemur út fyrir hver jól er án efa alltaf ein af söluhæstu plötunum. Þetta eru lög sem hafa verið vinsælust í íslensku útvarpi bæði íslensk og erlend.

Að þessu sinni eru tæplega helmingur laganna íslensk, en íslensku lögin eru París norðursins með Prins Póló, Nýr maður með NýDönsk, Stormurinn með Ásgeir Trausta, Sem betur fer með Ylja, Tilvonandi vor með Hjálmum og DJ Flugvél, On The Road með Kviku, Is It Time? með Hauki Heiðari Haukssyni úr Diktu, Læt það duga með Valdimar, Ég fer á Land Rover frá Mývatni til Kópaskers með Helgi Björns, Svefnljóð með Röggu Gröndal, Empty Streets með Vio, Someday með SamSam, Adam átti 7 með Uniimog og Gefðu allt sem þú átt með Jóni Jónssyni, allt að nýjum plötum, auk lag sem eru gefin út fyrir útvarp og netsölu, Freistingar með Sigga Guðmunds og Siggu Thorlacius, Stutter með Steed Lord, I Got You Back með Bara Heiða og Kalt á toppnum með Baggalút og Prins Póló.

Nokkur topplög breska og bandaríska listans eru meðal 20 laganna erlendu: Rude með MAGIC!, All About The Bass með Meghan Trainor, Blame með Calvin Harris, Prayer In C með Lilly Wood, Lovers Of The Sun með David Guetta og Am I Wrong með Nico og Vinz.

Og auðvitað er Take Me To Church með Hozier, og Coldplay, The Script, Sia, Sam Smith, en ekki U2, Band Aid 2014, One Direction, Take That, Ed Sheeran, Sigma eða hvorugt topplagið frá Taylor Swift.

Söluhæsta platan þessi jól? Aldrei að vita …

6 af 10 stjörnum  (svona plötur fá aldrei margar stjörnur hjá mér þó mér finnist þær nauðsynlegar, sem fyrrum útgáfustjóri, og hafi sett saman nokkrar af þeim fyrstu, í anda Now That‘s What I Call Music platnanna)

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *