ÝMSIR – ÓSKALÖG ÞJÓÐARINNAR 1944-2014 (2014) 2CD/1DVD 6 stjörnur

scan0063Allra vinsælustu lög þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun 1944.

Áhugaverður samkvæmisleikur kallaði Jón Ólafsson sjálfur þessa uppákomu í sjónvarpinu.

En svona samkvæmisleikir eru nauðsynlegir. Þó að þetta sé sett upp sem keppni, þó er það nú líklega til að fá fjármögnun svo hægt sé að klæra dæmið.

Svona samkvæmisleikir eru á hverju vori, Eurovision, lok hvers árs, árslistar, Músíktilraunir, Framhaldsskólakeppnin, sunnudagsþættir Svars Gests í gömlu gufunni í gamla daga og örugglega milljón meira.

Í Óskalögunum fengu fullt af söngvörum sem sjást ekki mikið í sjónvarpi að spreyta sig og útsetja lögin með hljómsveitarstjóranum Jóni Ólafssyni, sem getur nú miðlað af góðri reynslu og þekkingu.

Þetta voru 35 lög og 34 söngvarar ef ég tel rétt. Síðan voru strákarnir hans Jóns, Guðmundur Pétursson, Stefán Már Magnússon, Andri Ólafsson og Bassi Ólafsson sem stóðu sig vel sem hljómsveit hússins.

Lýðveldið er nú orðið 70 ára og eru lögin frá því tímabil, 5 frá hverjum áratug og það hefðu ekki mörg þeirra mátt missa sig.

Það komu nokkrir góðir punktar út úr leiknum, Ágústa Eva er þar fremst í flokki með Sjómannavalsinn og Rómeó og Júlíu, góðar útsetningar sem lyfta báðum lögum á annað plan og skapa þeim sér líf. Sama má segja um Lay Low og Litlu fluguna. Og Agnes Björt fer vel með Dimmar rósir og Katrina Mogensen með Vegir liggja til allra átta þó að forspilið vantaði.

To Be Grateful og Don’t Try To Fool Me eru svo góð í upphaflegri mynd að Haukur Heiðar og Arnór Dan breyttu litlu og sama má segja um Valdimar og Bláu augun þín, vel flutt en litlu breytt.

Stefán Hilmarsson er söngvari í sama klassa og Vilhjálmur Vilhjálmsson og Söknuður heldur sínu, sama með útgáfu Fríðu Dísar á Í bláum skugga og Stefán Jak skilar Gaggó Vest vel. Og Björn Jörundur gerir Tveim stjörnum Megasar líka góð skil.

En margir þurftu á flúra og flétta sönginn svo að mig hryllti við. Please, róa sig.

Síðan eru sumir sem gera lögunum ekkert og jafnvel setja þau niður (að mínu mati auðvitað).

Mér fannst Þannig týnist tíminn ágætt í flutningi Ragga Bjarna og Lay Low, en þó nokkur betri lög eru á þeirri plötu og ég held að eftir tíu ár verði það bara frægt fyrir að vinna þessa “keppni”. Páll gerir ekkert fyrir lagið og minnir mig á kareoke söngvara í seinni tíð. Sorrí.

Og flest lög síðasta áratugarins fannst mér ekki gerð nógu góð skil.

En hvað veit ég ….

Það var gaman að fá þessa músík á plötu og lögin eru bara í upptökum úr sjónvarpssal með klappi og öllu. Og lögin fylgja með á DVD líka!

hia

6 af 10 stjörnum – það þýðir meira gott en vont 🙂

p.s. umslagið er bara í hefðbundnun grafíkstíl, ljósgul og ljósblátt er dálítið dautt. En allt í lagi.

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *