SIGGA EYRÚN – VAKI EÐA SEF (Hoteskimomusic) 2014 CD 7 af 10 stjörnum

scan0070

Vaki eða sef er fyrsta plata Siggu Eyrúnar. En hún hefur sést í sjónvarpi af og til upp á síðkastið í kepnnum aðalllega.

En Karl Olgeirsson, maður hennar, er enginn nýgræðingur. Hann hefur hljómsveitarstjóri í fjölda leikhúsverka, stjórnað upptökum á tuga platna, komið við sögu Eurovision marg oft, var í Milljónamæringunum, útsett fyrir Björk og unnið músík fyrir kvikmyndir svo eitthvað sé nefnt.

Platan er samsett af tökulögum í nýjum útsetningum og frumsömdum lögum eftir Karl Olgeirsson sem er líka upptökustjóri plötunnar.

Uppsetning og lagaröðun er áberandi góð, greinilega ekki gert að handahófi. Tökulögin taka oft miklum breytingum, Mýrdalsjökull Bubba Morthens sérstaklega. Sama má segja um tvö laga Magga Eiríks, Draumaprinsinn og Á rauðu ljósi.

Nokkur ólíkleg tökulög er að finna á plötunni Austurstræti eftir Ladda, Lalíf eftir Kjartan Ólafsson og Arabadrengurinn hennar Bjarkar sem er eftir fósturfaðir Bjarkar, Sævar Guðmundsson og Björgvin Hólm.

Og svo hljómar Er ást í tunglinu? eftir Geira Sæm mjög vel.

Lögin hans Kalla Olgeirs eru sum flott píanólög, Til stjarnanna og Ef ég sofna ekki í nótt eru góð.

Síðan syngja þau Sigga og Kalli lagið Heim saman sem er eitt af betri lögunum, Ég vil hljómar dálítið Jóa Helga legt.

Njótum með banjo og brassi minnir á Petulu Clark! Lag sem lyftir plötunni verulega.

Lagið Hringekja byrjar og endar plötuna, spilað í byrjun en líka sungið í restina.

Þetta er vel unnin, vel hugsuð og vel hljómandi plata.

Sigga Eyrún er ágætis söngkona og Karl góður og reynslumikill tónlistarmaður, sem kann sitt fag fram í fingurgóma.

Góð stemmingsplata með góðum lögum og heilsteypt frá byrjun til enda.

hia

7 af 10 stjörnum

p.s. umslagið er gott í alla staði. Heilsteypt hugsun og vinna og samhæfður still.

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *