SADE – SOLDIER OF LOVE (2010)

SadeSOL

Sjötta platan frá Shah day á 26 árum sem eru ekki mikil afköst. Og það eru tíu ár síðan Lover‘s Rock kom út 2000 og fékk Grammy 2002 fyrir bestu Pop Vocal plötuna.

Þar áður liðu 8 ár frá Love Deluxe.

Diamond Life sem kom út 1984 sló heldur betur í gegn með lögum eins og Your Love Is King og Smooth Operator. Fyrsta platan seldist lang mest hérlendis en næstu tvær gengu ágætlega, en þó mun betur í Bandaríkjunum og Evrópu.

Tónlistin þeirra/hennar mætti kalla smooth jazz pop og hún meira sér á bæti á níunda áratugnum en nú eftir að Norah Jones og Katie Melua hafa selt jafnvel betur af sínum plötum.  Tónlistin hefur ekkert breyst sem er allt í lagi, þú gengur að því vísu hvað þau/hún er að gera. Þetta er meira spurningin um plötuna sjálfa, er hún heilsteypt, góð stemmning? Eru góð einstök lög sem ná spilun?

Allar plötur Sade er stemmningsplötur, kósý kvöld við arininn með rauðvínið og osta, rómantískar plötur. Platan er ágætlega heilsteypt þó stemmning í þeim sé mismunandi. Þó að orðið Love komi oft fyrir er ótrúlega mikið af skrýtnum samlíkingum við stríð og textinn við Babyfather er smá kinkí. Datt reyndar í hug nýyrðið „karlabarn“ í hug.

Fyrsta „smáskífan“ eða áherzlulagið væri réttara að segja í dag er titillagið „Soldier of Love“ sem mér finnst nú ekki besta lag plötunnar, en samt sérstakt. Næstu áherzlulög gætu verið „In Another Time“, „Babyfather“ og „Bring Me Home“.

Þetta er plata sem þú mundir sjá í Bang og Olufsen spilara, heyra í koktailpartíum í símsvörum banka og endurskoðenda og jafnvel í lyftum.

Þetta er ágætisplata til síns brúks, kakómjúk röddin er seiðandi en ekki endilega heillandi. Virkar dálítið fjarrænt, þó spilamennskan og upptaka sé smooth og útsetningar lýtalausar.  Titillagið vinnur kröftuglega á og kórónar plötuna á endanum. Engin spurning að það á eftir að sampla úr þessu lagi í náinni framtíð og myndbadið við lagið ætti að boosta söluna.

Þessi plata hefur þegar slegið í gegn í UK, Evrópu, Ameríku og Skandinavíu og gæti alveg gert það gott um leið og hún verður almennilega fáanleg í búðum hér.

Stjörnur: 3

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *