GEISLAR – CONTAINING THE DARK (Tímaskína) 2014 7 stjörnur

scan0071Containing The Dark er mikil stemmningsplata. Vekur minningar um Casablanca og aðrar dulúðlegar svarthvítar amerískar bíómyndir, minnir á einmanaleika, tómleika, myndir af örbyrgð og kampavíns koktailum, draugum og skyggnilýsingum. Hún minnir líka kvikmyndamúsik David Lynch og síðast en ekki síst Julie London, ein af mínum uppáhalds 50s söngkonum.

Þó hljómsveitin Geislar sé skipuð stórstjörnum eins og Sigríði Thorlacius, Óskari Guðjónssyni, Ómari Guðjónssyni, Valdimari Kolbeini Sigurjónssyni, Magnúsi Trygveson Eliassen og Styrmir Sigurðssyni, sem sín á milli eiga annan feril í Hjaltalín, Moses Hightower, Hjálmum og ADHD, þá er tónlistin í raun alls ótengd fyrri verkum meðlima.

Sigríður syngur með sinni seiðandi hvíslandi kokteil rödd og ekkert mikið af víbringi, en meiri víbringur hefti rústað plötunni, ég hefði líklega gefist upp á meiri víbringi þetta árið.

Óskar og Ómar spila með af snilld og engir stjörnu sóló stælar, tempraðir, fágaðir og afslappaðir.

Styrmir semur alla tónlistina og spilar á píanó og önnur hljómborð. Já og allir textarnir eru á ensku, sem ýtir undir dulúðina. Textana samdi Dóra Ísleifsdóttir.

Strengjasveitin setur heldur betur sinn sjarma á músíkina með píanóinu.

Líklega er fyrsta lagið það fyrsta sem grípur. Stone Cold Stone með nettu gítar eða rafmagnspíanópikki og hvíslandi seiðandi rödd.

Double Fling er síðan einhvers konar Bugsy Malone vals með Samúeli Jóni á básúna giska ég og Sigríði í bannárasöngstuði. Ímyndið ykki smjörgreiðsluna.

Boundary of Hope minnir mig á mömmu og ást hennar á bíómyndinni High Society, (sem ég ekkert viss um að hún hafi endilega séð) með Grace Kelly og Bing Crosby. Vel gert, indælt.

Lifeguard er síðan óvenjulegt með stakkatótakti en samt höltrandi og Unnsteini Manúel í aukarödd, en ekki í hans stíl, sem er vel þegið, að sjá hann fjölhæfari. Vel gert.

Secret, World Colliding og Goodbye eru öll dreymin og Styrmir syngur með í World Colliding til að brjóta það upp smá.

Lokalagið er yfir 7 mínútur að lengd nokkurs konar jamm, Resolution In Revolution, sóló hér og þar en allt í lagi.

En. Platan er 35 mínútna löng. Það voru lengri 12″ þegar þið voruð að vaxa úr grasi. Er meiningin “less is more” ? Þetta er orðið full algengt í íslenskri útgáfu.

Vinyl plötur þola alveg 45-50 mínútur og vel skornar allt að 60 mínútur.

Góð stemmningsplata, sem endist ekki langt, stutt gaman.

hia
7 af 10 stjörnum.
p.s. umslagið er vel gert kolsvart og grátt með illlæsilegum stöfum, sem er allt lagi þegar ellir þekkja handbragðið og stílinn 🙂 En sorrí 🙂 Eins og ég hef oft tuðað þá þurfa umslagshönnuðir og músíkútgefendar að hugsa út í þessa hluti til enda. En kannski skiptir salan engu, bara listræna sjónarmiðið. En umslagið er flott og skilar sér örugglega vel á vinylnum.
This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *