STEFÁN HILMARSSON – Í DESEMBER (Soulheimar) 2014 7 stjörnur

scan0073

 

 

Stefán Hilmarsson er með mikla og hlýja rödd sem fellur vel að jólalögum.

Og Stefán á líka sína jólasögu sem söngvari, því jólalagið Jólahjól sem kom út 1986 ef ég man rétt, er eitt vinælasta jólalag landans frá upphafi reyndar sem ónefndur meðlimur í Sniglabandinu, en þannig hófst ferill hans.
Löngu seinna gerði hann síðan sína fyrstu jólaplötu, Ein handa þér, sem kom út 2008.

Öll lögin á Í desember eru erlend flest við texta Stefáns, 2 við texta Kristjáns Hreinssonar, og einn texti eftir Friðrik Sturluson.

Tvö laganna eru líklega ættuð frá Ítalíu ef marka má höfundarnöfnin. Annað þeirra Jólin (þau eru á hverju ári) er kandídat í sívinsælt jólalag. Jón Ragnar Jónsson syngur þetta ágæta lag með Stefáni. Hitt lagið heitir Aftur hefur tíminn horfið.

Country söngvari Toby Keith á tvö laganna, titil lagið Í desember og Það má ekki gleyma því.

Á grænni grein er líka fallegt lag úr smiðju Don McLean.

Allir þekkja skoska áramótalagið sem við höfum sungið sem Hin gömlu kynni gleymast ei. Stefán setur það í sinn búning og gaman að fá þetta fallega lag á plötu.

Jólarómantík, sem Stefán syngur með Ragnheiði Gröndal og Og klukkur hringja eru líklega gömul amerísk jólalög sem gefa skemmtilegan hátíðlegan 50s blæ.

Himnasending er lag sem Stefán syngur með Eivor Pálsdóttir og er frá upptökum Frostrósa. Hátíðlegt, dálítið mikið Sissel fyrir minn smekk.

Birgir Steinn Stefánsson er líklega sonur Stefáns, enda góð rödd, svona yngri útgáfa af Stefáni. Hann syngur lagið Ég þarf ekki margt um jólin, sem er eftir Mariah Carey og Walter Afansieff, upphaflega All I Want For Christmas is You.

Lokalagið er hátíðlegt Fannhvít er jörð, kristinn sálmur eftir William Henry Monk sem heitir upphaflega Eventide, en Henry Francis Lyte samdi Adide With Me sem er mikið sungið við jarðarfarir til dæmis í Bretlandi. Stefán hefur gert tvö góð erindi og fengið kór til að syngja þetta góða laga sem lokalag plötunnar.

Nýjar plötur eiga líklega ekki gott aðgengi í spilun í útvarpi í dag þar sem allt er spilað af tölvum og nýjustu plöturnar liggja ekki við spilarana 🙂

hia

7 af 10 stjörnum

p.s. umslagið er ósköp venjulegt og hjálpar varla mikið til.

 

 

 

 

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *