VÖK – CIRCLES (Record Records) cds 2015 6 stjörnur

scan0008Vök er tríó – tveir strákar og ein stelpa, sem eru að gera sveimandi elektróníska poppmúsík.

Hljóðmyndin er góð byggir auðvitað mikið á “gervla”hljóðum, en þó má heyra í náttúrulegum saxófón sem Andri Már Enoksson spilar á svona í anda 80s hljómsveitarinnar ABC. Ólafur Alexander Ólafsson spilar á bassa og gítar og Margrét Rán Magnúsdóttir spilar á hljómborð og syngur.

“Waterfall” sker sig úr og er sterkt lag eitt og sér en lögin fjögur “Adrift”, “Circles”, “If I Was” og “Waterfall” hljóma vel sem ein heild.

6 af 10 stjörnum

Umslagið er svart, hvítt og grátt í anda dagsins en þó með nafni hljómsveitarinna og titil á réttum stað. Bakhliðin er skemmtilega gamaldags, 60’s með þremur stökum myndum af meðlimunum, vantar bara “liner notes”. En flott hönnun.

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *