JOHNNY CASH – AIN’T NO GRAVE (2010)

Johnny Cash átti mikilli vinsældasveiflu að fagna síðasta áratuginn sinn. Johnny CashEftir að Columbia sagði upp samningi hans til 25 ára gaf hann út nokkrar ágætar plötur hjá Mercury áður en Rick Rubin bauð honum nýjan samning við American Recordings.

Planið hjá Rubin var að taka kallinn upp einan með Martin kassagítarinn sinn. Hitt planið var að fá yngri lagasmiði til að semja fyrir hann og jafnvel spila með honum og sjá hvað gerðist, því yngri flytjendur bera mikla virðingu fyrir Cash.

Fyrsta platan sem kom út 1994 hét American Recordings og þótti heppnast hreint frábærlega. Gott magnað plötuumslagið skemmdi ekki fyrir. 1996 kom Unchained út og gekk vel líka. Tvær til viðbótar komu út á meða Cash lifti, Solitary Man 2000 og The Man Comes Around 2002 og frægðarsól hans bara jókst enda vel heppnaðar plötur.

Eftir að Cash féll frá 2003 kom út 5 diska kassi með óútgefnu efni Unearthed og þó að það efni væri frábært bjóst maður ekki við meiri.

En 2006 kom út A Hundred Highways og nú þessi .

„Ain‘t No Grave“ er ágætis plata, ekki jafn hnitmiðuð og áður þó. Mest lög frá 60s og 70s aðallega frá folk artistum. Lög eins og „For The Good Times“ (þekkt með Kris Kristofferson, Perry Como og Helga Pé), „Last Night I Had The Strangest Dream“ (þekkt með Pete Seeger og Simon & Garfunkel), „Can‘t Help But Wonder Where I‘m Bound“ (þekkt með Tom Paxton), „A Satisfied Mind“ (þekkt með Bob Dylan)og „Aloha Oe“ (þekkt með Elvis Presley og Öskubuskum: Sestu hérna hjá mér ástin mín). Eini „nýji“ lagahöfundurinn er Sheryl Crow og hennar lag „Redemption Day“.

Cash er tæpur á röddinni í flestum laganna, greinilega farið að hraka mikið, en heldur samt styrk og sjarma út plötuna. Viðfangsefni er oftast dauðinn, en það hefur reyndar oft áður verið viðfangsefni Cash, ég er ekki viss um að rétt sé að lesa mikið út úr því.

Þetta er sérstök og góð plata en þó líklega slakasta American platan. Þær eru fáar svona einlægar plöturnar í dag, sem segir okkur meira um útgáfuna í dag, kannski þurfum við nýja pönk eða bítlabyltingu!

Lögin eru flest öll og hlutfall gæða mikið en plata er reyndar bara 10 laga og bara rétt 32 mínútur.

Niðurstaða: Góð plata, góð lög

Stjörnur: 3

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *