THIS IS ICELANDIC INDIE MUSIC III (Record Records) CD 2015 8 stjörnur

scan0012This Is Icelandic Indie Music III er þriðja kynningarplata Record Records á nýútkomnu og óútkomnu efni á vegum útgáfunnar. Hinar tvær náðu góðri sölu og vinsældum.

Fjögur laganna eru af væntanlegum plötum með Júníusi Meyvant, Hjaltalín, Axel Flovent og Moses Hightower.

Lagið með Júníusi, Hailslide, er skemmtilega gamaldags svona early 70s með gospel bakröddum og brassi, strengjum og tropical trommum. You Can’t Always Get Want You Want (Rolling Stones) svífur yfir og utan um. Lagið með Hjaltalín er líka dálítið 70s,  bakraddaveggir, poppað lag, funk og pop. Það er líka af væntanlegri plötu. Axel Flóvent er einnig með lag af væntanlegri plötu, Forest Fires. Minnir á Ásgeir Trausta, svona nútíma singer songwriter. Skemmtilegur hljómur. Öll þessu lög vekja fyrirfram áhuga á væntanlegum plötum.

Moses Hightower eru Steely Dan Íslands. Ég veit ekki hvort þeir eru með jafn mikla fullkomnunar áráttu og Steely Dan, en ef þeir eru það ekki, þá eru þeir bara miklu betri! Snefill er af væntanlegri plötu þeirra og lofar góðu.

Máni Orrisson er folkari, minnir að það sé kallað indie folk. Í anda Of Monsters And Men kassagítar, piano og auka glamur. Hljómar vel. Fed All My Days er fínt indie folk af plötunni Repeating Patters.

Waterfall er flott electro pop lag af fögurra laga plötu hljómsveitarinnar Vök, Circles.

Holiday er af Brighter Days plötu FM Belfast sem er ágætis popp plata og lagið Holiday er hreint frábært popp og alveg ótrúlegt að það hafi ekki náði 1. sæti út um allt.

AmabAdamA er feykivinsælt íslenskt reggae band með hina ofur vinsælu útvarpskonu Sölku Sól, sem er þó að mestu bakraddarsöngkona á plötunni Heyrðu mig nú, og hún var valinn söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum ef én man rétt. En forsprakki, aðalsöngvari og lagasmiður AmabAdamA er Gnúsi Yones og hann er alveg með þetta íslenska reggae á hreinu. Og bandið hljómar allt vel og músíkin er smekkleg. Gaia er lagið hér.

Teitur Magnússon er forsprakki Ojba Rasta, annarar reggae sveitar en hann gerði sólóplötuna 27 fyrir síðustu jól og eitt af vinsælu lögum plötunnar Vinur vina minna minnir mig reyndar á frumraunir Greifanna og álíka banda frá fyrri öld, en fínt á þjóðhátið.

Mammút er í anda Bjarkar og Kolrössu krókríðandi. Þau hafa ekki náð að heilla mig eins mikið og flesta, en alveg ágæt samt, en ég á varla eftir að muna lengi eftir laginu Þau svæfa.

See Hell með Agent Fresco er eitt fjögurra laga á Icelandic Indie sem er á Rás 2 vinsældalistanum þegar þetta er skrifað ásamt Moses Hightower, Júníusi Meyvant og Hjaltalín. Nokkuð sérstakt lag sem grípur vel, dálítið stadium rokk! En ekkert að því.

Venjulegasta bandið á plötunni, Valdimar, endar þessa fjölbreyttu og skemmtilegu plötu með einu af vinsælu lögunum af síðustu plötu sinni, Ryðguðum dans.

Góður vitnisburður um gróskuna í íslenskri tónlist.

Hia

8 stjörnur af 10

p.s. Umslagið er svart, hvítt og grátt með auka pastel bláum lit. Og þrátt fyrir hið netta pappa umslag með diskabakka eru nægar upplýsingar um lögin á umslaginu.

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist and tagged . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *