VESTANÁTTIN – VESTANÁTTIN (GUSTUK) CD 2015 – 7 stjörnur

 

scan0002Kántrírokk hefur alltaf verið vinsælt á Íslandi, enda sú músík sem er kannski líkust fyrstu poppmúsíkinni íslensku. Nettar melódíur með einföldum takti og venjulegum lífsreynslutextum.

Vestanáttin er eitt nokkuð margra verkefna lagasmiðsins, gítarleikarans og söngvarans Guðmundar Jónssonar oftast kenndan við Sálina hans Jóns míns, og kallaður Gummi.

Tónlist Vestanáttarinnar er öll samin af Guðmundi bæði lög og textar. Áhrifin koma úr síðtíma amerisku kántrí og þar af leiðandi við hæfi að vera með góða söngkonu, hana Ölmu Rut.

En textarnir eru sumir bitrir, sérstaklega út í “Hrunið” og hrunvalda. Þeir eru þó margir hverjir með ágætum húmor og bjartsýni í endann. Þessi lög væru hvassari í meira rokki og með karlsöngvara. Almar Rut syngur átta laganna, sum með Guðmundi. Guðmundur syngur tvö laganna einn og Guðrún Árný með eitt með Ölmu.

Tveimur laganna hefur verið sérstaklega hampað, það er að segja gefin út smáskífa á netinu sérstaklega, Sjá handan að, sem fjallar um missi lífsförunauts og sungið af Guðmundi og Ölmu, og hitt lagið er Í alla nótt, þar sem Alma Rut syngur ein. Textinn þar byrjar svona: Bílinn vantar bensín, buddan orðin tóm, brunalykt af kortinu og ég í ljótum skóm, en endar: dönsum nú og hlægjum út í eitt – í alla nótt.

Ég hef trú á því að nokkur lög í viðbót myndu hljóma vel í útvarpi, lög eins og Skagaströnd og ég og Komdu með í ferð. Þar sem ástin í hjörtum býr og Eina prósentið sem eru líka pottþéttir kandidatar í vinsæl lög.

Sigurgeir Sigmundsson á stórleik á fetil gítar, stálgítar og dóbró eins og við er að búast. Pétur Kolbeinsson er á bassa og Eysteinn Eysteinsson á trommum og sjá um frábæra fyllingu.

Að sjálfsögðu semur Guðmundur góð lög og kántríð á vel við hann. Alma Rut er góð söngkona, en einhvern veginn finnst mér hún ekki sannfærandi og gefur engar tilfinningar, syngur bara vel.

En samt, ágætt.

7 af 10 stjörnum fyrir góð lög.

p.s. Umslagið er svart, hvítt, með kántrí stíl innan, brúnt timbur í bakgrunn texta. Í bókinni. Selur varla mörg auka eintök.

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *