GORILLAZ – PLASTIC BEACH (2010)

Gorillaz hér með sýna 3ju breiðskífu. Metnaðarfullt concept verk. Mikið af gestum. Er þetta stóra tónlistarafrekið hans Damons?Gorillaz

Gorillaz var stofnuð af Damon Alburn (Blur, 101 Reykjavík, Mali music, The Good The Bad & The Queen, Íslandsvinur) og Jamie Hewlett (teiknara, fjöllistamanni, Tank Girl)  sem project fyrir tilraunastarfsemi.

Fyrsta plata „Gorillaz“ sló í gegn með áherzlulaginu „Clint Eastwood“ , síðan kom „Demon Days“ og þar sló „Dare“ heldur betur í gegn.  Þeir nýttu sér gesti á plötunum áspart og ekki síst rappara og hip hoppara, en Damon popparinn var aldrei langt undir. Gorillaz er annars teiknimynda band en á sér ekki stoð sem eiginleg hljómsveit.

Damon samdi víst ein 70 lög fyrir þetta project, tók upp efni á 3-5 plötur með ýmsum gestum eins og The Horrors og Barry Gibb, sem enduðu ekki á plötunni. Upphaflegt vinnuheiti var „Carousel“ en þróaðist út í pælingar um plast enda Damon mikill umhverfissinni eins og flestir vita.

Er þetta Rokkópera?

Ekki svona hefðbundin en samt er plastið thema plötunnar.

Er þetta sándtrakk fyrir teiknimynd?

Virkar líklega betur svoleiðis.

Er þetta stóra verkið hans Albarns?

Vonanandi ekki, því ég held að hann eigi meira inni.

Lögin eru reyndar flest nokkuð sterk, flest með húkkum sem gefa þeim sérkenni líkt og OO wah í Song 2.

Hann fer út um allt í tónlistinni, sem getur brugðist til beggja vona. Sinfónía, hip hop, rapp, popp, smá rokk og  frábær sánd á köflum.

Það hefði kannski verið sterkara að vaða ekki alveg svona mikið úr einu í annað í músikstíl, og ná heilsteyptari plötu.

Þetta er allt ágætt fullt af hugmyndum sem hefði kannski mátt fókusa betur. Þetta hefði alveg getað orðið meistaraverk með góðum og gagnrýnandi prodúsent.

Og það er fullt af flottu efni, „Stylo“ er reglulega gott og „On Melancholy Hill“, „Some Kind Of Nature“ og „Broken“ …

Gestirnir skipti miklu minna máli en látið er af, Lou Reed er auðvitað áberandi og Bobby Womack er góður í Stylo, en rappararnir eru fremur dated, virka svona eins og síðasta hálmstráið að rappa sem aukahljóð á poppplötum, en Damon er sjálfur bestur og hefði mátt vera meira áberandi.

Bowie hefði fittað vel í „Broken“ og Ray Davies í „On Melancholy Hill“ en þeir eru sterkir áhrifavaldir Albarns, en Albarn flytur bæði lögin vel.

Damon virðist vera í einhverri tilvistarkreppu, hann vill vera eitthvað meira en góður poppari eins og hann er. Hann er að þreifa fyrir sér á ýmsum sviðum hefur unnið með hinum og þessum án þess að það skyggi á Blur.

Platan er mikið kynnt með myndböndum, mismunandi útgáfum og meira að segja tónleikum í sumar. Allt það tryggir þeim spilum og sölu sem ætti alveg að geta toppað fyrri sölur. „Stylo“ er flott myndband og gott lag, og ég sé enga ástæðu til að ætla að „On Melancholy Hill“ geri það ekki gott líka.

Ég gef plötunni 4 stjörnur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

One Response to GORILLAZ – PLASTIC BEACH (2010)

  1. T says:

    ég svo gjörsamlega dýrka þessa plötu, hef ekki heyrt eins góð lög og jafn fallega rödd í langann tíma ^^ eða síðan demon days og hvað hún nú hét var gefin út ég gjörsamlega tilbið þessa hljómsveit : )
    elskaaa 2D og mudz ^^

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *