TRÚBOÐARNIR – ÓSKALÖG SJÚKLINGA (NASL) CD 2015 – 7 stjörnur

scan0003Nafnið Trúboðarnir gefur ýmislegt í skyn. En eru þeir að boða kassagítar og troubadour anda þeirra frá 60s? Eru þeir að kannski að gera grín að sjálfum sér fyrir textana? Eða er þetta bara leikur að orðum til að láta taka eftir sér?

Ekkert að þessu ætti að virka í dag án góðrar tónlistar. Nafnið og titill plötunnar og húmorinn ætti að virka gegn þeim, allavega hefði ég haldið það.

Músíkin er dálítið í anda amerískrar verksmiðjutónlistar eins og það er stundum kallað. Allt í lagi með það. Sum laganna er vel grípandi og vel flutt.

Textarnir eru allir “topical” eins og það er kallað á ensku. Fjalla um ýmis umfjöllunarefni úr líðandi stundu, svona eins og samin upp úr fréttunum.

Krónukallinn fjallar um hrunið og krónuna, “Nú munum við loksins sjá hvar blá höndin kyrkir bleikan grís”. Jú jú textinn er eftir Hallgrím Helgason.

Óskalög sjúklinga fjallar um angistina að lenda inn á spítala í dag, “Læknir leysir landfestar á morgun” J

Ósómi fjallar um ósóma klerkastéttarinnar, en þar hafa sumir framið ódæðisverk í skjóli trausts á trúnni.

Alþýðumaðurinn er dálítið innhverft, og Upp í sveit, er leitin að náttúrunni, uppruna okkar flestra, en Sér til sólar er um níðinginn Fritzl, sem er nú full mikið til að ég sæki í að spila það lag aftur og aftur.

Vantrúboð – því vísitölur vernda oss og leiða og virðisauki okkar sálu bjargar, við röltum saman gróðaveginn greiða þá gefst oss að lokum krónur margar. – Ræður peningahyggjan ríkjum?

Mansalar fjallar um mansal og Rétta leiðin er kannski sá texti sem hittir best í gegn, ekkert trúboð.

Karl Örvarsson er aðal kallinn hér, semur flest lögin, syngur og spilar og semur flesta textana. Guðmundur Jónsson, Gummi í Sálinni, spilar á gítar og er meðsöngvari Karls. En aldrei þessu vant semur hann ekkert. Heiðar Ingi Sveinsson spilar á bassa. Semur flest lögin með Kalla og á í nokkrum textum líka og er kallinn á plötuumslaginu.  Trommurnar lemur Magnús Rúnar Magnússon.

Fínt rokk, ekkert flókið, bara trommur, bassi, gítar og hljómborð og ógrynni af reynslu og þekkingu á músik sem skilar sér í pottþéttu bandi með fullt af fínum lögum og hugmyndum sem hafa heyrast aftur, og mega alveg heyrast aftur, eins og Óskalög sjúklinga, Krónukallinn og Rétta leiðin, sem eru allt góð lög.

7 af 10 stjörnum.

Umslagið er rautt á hlandgrænu og húð. Sköllótur miðaldra maður með skegg, grátt að hluta og gleraugu og bleik heyrnartól og nafn hljómsveitarinnar og plötunnar í rauðum kross, Rauði krossinn eða Sviss?  Æi mér finnst það ekki gott sorrí.

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *