JÚNÍUS MEYVANT JÚNÍUS MEYVANT (Record Records) cds 2015 8 stjörnur

scan0017

Júníus Meyvant er skeggjaður rauðhærður Eyjapeyji sem vakti mikla athygli með lag sitt, The Color Decay (English American). Júníus er skáldanafn Unnars Gísla Sigurmundssonar.

Strákurinn er með mjög skemmtilega og sérstaka rödd, og er að leika sér með sándi úr fortíðinni á skapandi hátt. Soul og fönk og brass og kórar, en að undirlagi samt indie folk með sterkri melódíu.

Þar af leiðandi hefur breiðskífu frá honum verið beðið með smá eftirrvæntingu, en hún er ekki komin, heldur 4ra laga plata með The Color Decay,  Nýju lögin eru í sama filing, fönk soul brass og kórar og kassagítar. Raddbeiting Júníusar er full keimlík Ásgeiri Trausta, sem hann ætti að hrista af sér, alveg óþarfi að vera með tvo svoleiðist. Hailslide var síðan kynnt til sögunnar á sama tíma og lagið kom á safnplötunni This is Icelandic Indie Music Volume 3. Hörkufínt lag í svipuðum anda og The Color Decay. Signals er þunglamalegt með strengjum, dálítið kvikmyndalegt. Gold Laces er kannski hans besta lag, grípandi gospel hjómandi indie folk pop.

Ég bíð áfram eftir breiðskífu með smá eftirvæntingu.

8 af 10 stjörnum

Umslagið er svart, grátt með rauðum og bleikum pastellitum, nokkuð gott.

 

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *