SIGURGEIR SIGMUNDSSON – SIGURGEIR SIGMUNDSSON (Hvísl) CD 2015 – 8 stjörnur

scan0018Það er ekki á hverjum degi sem menn gefa út gítarplötu. Og það gítarplötu án söngs. Sigurgeir er flestum áhugamönnum um íslenska tónlist vel kunnur. Hann hefur á síðustu árum spilað mikið á fetilgítara, stálgítara og þess háttar, en hann er fyrst og fremst rafmagnsgítarleikari og það í fremsta flokki. Maður hefur á tilfinningunni að hans áhrifatími í tónlist sé hetjurokkið sem var mest áberandi á áttunda og níunda áratugnum, einn magnaður gítarleikari kemur oft upp í hugann við hlustun á þessari plötu, en það er Gary Moore, og ekki leiðum að líkjast. Og ekki skrýtið að lokalagið heiti Blús fyrir Gary.

Platan hefst á laginu 17 júní 1944. Í laginu heyrum við brot úr ræðu afa hans Sigurgeirs Sigurðarssonar, sem var biskup Íslands í fjórtán ár frá 1939 til 1953. Ræðan gefur laginu ákveðinn sjarma og hefði átt að slá í gegn.

Upptökustjóri plötunnar er Jóhann Ásmundsson, bassaleikari Mezzoforte, en hann spilar bassann á plötunni en þess má geta að allt spil og hljómur og upptaka plötunnar er í hæsta gæðaflokki.

Einu sinni Kani alltaf Kani, minnir mig nú meira á sænsku hljómsveitina Europe, mjög líflegt rokklag, Riðið yfir Mælifellssand er auðvitað í flottum Sprengissands reiðtakti, rokkabillílagið Hafðu það einfalt kemur líka vel út og Blús fyrir Gary er milt blús lag í anda Gary Moore og eins má segja um Troðnar slóðir. Heyr himnasmiður er eina tökulagið á plötunni sett í nýaldarsnið í byrjun en laglínan er síðan tekin á sólógítarinn, vel heppnuð útgáfa.

Tvö aukalög er á plötunni annars vegar Ekkert mál, lag sem Sigurgeir samdi við heimildarmynd um krafta kallin Jón Pál Sigmarsson og hitt er lagið Paradís, en bæði þessi lög eru tekin upp með hljómsveitinni Start sem Sigurgeir var meðlimur í.

Það er mikill fengur í þessari plötu. Virðing fyrir góðum gítarleik, góðum upptökum og hljóðfæraleik er í heiðrum hafður.

Það kæmi mér á óvart ef tónlistin á ekki eftir að heyrast sem kynningarstef í útvarpi og sjónvarpi.

8 af 10 stjörnum

Hia

Umslagið er í frekar leiðinlegum hlandgrænum lit en upplýsingarnar eru góðar.

This entry was posted in Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *