AGENT FRESCO – DESTRIER (Record Records) CD 2015 7 stjörnur

scan0051Mjög metnaðarfull önnur plata Agent Fresco er stútfull af hugmyndum og áhrifum úr ótrúlegustu áttum.
Stórar Queen raddanir, falsettórödd, sem daðrar við metalmúsík, stundum heldur maður að progg rokkið sé komið á fullu og svo má ekki gleyma nettum píanóæfingum.
En einhvern veginn rennur þetta allt saman í eitt með ágætum árangri. Tónlistin er sjaldan auðveld þegar jafn mörgum hugmyndum er blandað saman.
Kvartettinn á dyggan kaupendahóp bæði hér og ekki síður erlendis. Mun sala fyrstu dagana hafa verið ágæt.
Eitt lag fékk spilun á Rás 2, See Hell, sem skrýtin blanda af kröftugu lagi með mildum undirtónum. En ég er ekki viss um að kynningin hafa náð til margra innan um allt íslenska reggae-ið, revíumúsíkina og ættjarðarstoltið sem tröllríður öllu þessa dagana.
Það er reyndar undarlegt að það sé ekki sér þáttur í útvarpi með „skapandi“ íslenskri tónlist miðað við hve sú sena er sterk í dag. Þetta er kannski ekki sú tónlist sem „talin“ er útvarpsvæn.
Það skiptir mig máli hvernig plötur byrja, og því pirrar „sóník“ byrjunin á laginu Let Them See Us, þó lagið sé annars ágætt, falsettó, stórir taktar og óperuæfingar, músíkgos og sónar, það er svo sannarlega allt að gerast. Dark Water, alls kyns taktar og píanó, aftur óperurödd. Pyre er 3ja lagið, meira popp en ansi busy, en eins og áður milljón hugmyndir sem gætu hæglega dugað flestum í heila plötu. Titillagið Destrier er tiltölulega einfalt, en bara tiltölulega.
The Autumn Red er tiltölulega balancerað, tiltölulega rólegt og gott. Let Fall The Curtain, píanó og drungi, dramatíkt og vatnshljóð… umm ég veit ekki, en vert að kanna.
Í Angst má heyra Metal og óperuæfingar, mjög spes. Death Rattle er svaka drungalegt og mikið stemmings-„kvikmyndalag“ í rólegum og sveimandi stíl og lokalagið er síðan 7 mínútna epic, Mono No Aware, hvað sem það þýðir. Minnti mig fyrst einhverra vegna á Europe, The Final Countdown 
Þegar ég var ungur maður heillaðist ég að svona tónlist og hélt „hljómleika“ á Íþöku, safnahúsi Menntaskólans í Reykjavík undir verndarvæng Plötuklúbbs MR sem ég var formaður fyrir þá og við fylltum húsið af áhugasömum músíknördum viku eftir viku. Kannski er kominn tími á að endurreisa Plötuklúbbinn?
Þessi músík þarf slíkt athvarf, hvað sem okkur finnst um hverja plötu þá getur hún öðlast líf í slíku umhverfi.
Ég er ekki alveg sannfærður um Destrier, en ég skil ef aðrir eru það. Það er engin spurning að ég ætla að fylgjast með Agent Freco í framtíðinni. Músíkin er ögrandi, ásækin og það er spenna í loftinu.
Hia

7 af 10 stjörnum.
p.s. Umslagið er vel unnið og listrænt í tíðarlitunum: hvítt, grátt og svart með appelsínulit í áherslugrímu. Hvorki heiti hljómsveitar né titill er á framhlið plötunnar sem er í lagi með ódauðlegar plötur, en ekki þær sem ættu að vera að berjast um athygli í plötubúðum, en salan er kannski minnst þar í dag.

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *