MEMFISMAFÍAN & BRAGI VALDIMAR SKÚLASON – KARNEVALÍA (2015) CD 8 stjörnur

scan0281Bragi Valdimar Skúlason fylgir hér eftir tveimur bráðskemmtilegum fullorðins barnaplötum Gilli Gill og Diskóeyjunni.

Líklega eru fyrirmyndirnar að einhverju leyti Glámur og Skrámur í Sælgætislandi og Hrekkjusvínin, báðar frábærar fyrirmyndir.

Þegar ég var að ala upp dætur mínar var ég líka að skrifa um plötur og barnaplöturnar voru prófaðar á þeim. Sumar þóttu bara ekki góðar og oft þurfti að sleppa lögum sem fóru ekki jafn vel í þær litlar, eins og í fullorðnu börnin. En oftast var þeim tekið vel.

Memfismafían er góð hljómsveit sem virðist hafa diskó sándin á hreinu. Söngvararnir eru flestir góðir og flestir skila sínu vel.

Sigríður Thorlacius (Hjaltalín) skilar sínu mjög vel, sérstaklega í titillaginu Karnevalíu sem opnar plötuna í miklu diskói og fjöri. Það er tími enn er gullfallegt lag með frábærum boðskap og Sigríður syngur þetta angurværa lag vel. Hún syngur líka lagið Orustan um rúmið sem er þekkt vandamál úr flest öllum fjölskyldum. Hún syngur lagið með Möggu Stínu (Risaeðlunni), þar sem þær leika litla krakka. Fjörlegt barnalag.

Magga Stína syngur líka lagið Ég er búinn, sem er, já, um barnalega klósettferð, og minningar um uppeldið þegar þurfti að hjálpa til á þeim vettvangi. Leikrænt sungið með aðstoð Egils Ólafssonar.

Egill syngur flott lag einn og óstuddur, Afi súkkulaði, sem minnir á framlag hans á Hrekkjusvínaplötunni, og skilar því af snilld.

Páll Óskar sló í gegn á Diskóeyjunni (ekki í fyrsta sinn). Páll Óskar syngur Húba Húba sem er eins og samið fyrir hann, og nýtur sín vel. Líkara Disney lagi en diskó lagi en Páll Óskar klárar það vel.

Prófessorinn var líka áberandi á Diskóeyjunni og syngur hér lagið S T A F R Ó F með Ágústu Evu (Sylvía Nótt). Prófessorinn Óttar Proppe syngur þetta 70s stíls lag með diskóáhrifum, á leikrænan hátt. En er dulinn meining í lokastöfunum r ú v … j?

Mamma fékk æfón er sungið af Sigtrygg Baldurssyni í Bogómil Font stellingum, lagið hljómar eins og spænskt sumarlag frá byrjun seinni hluta síðustu aldar.

Sigurður Guðmundsson syngur síðan þrjú lög. Hið gullfallega lokalag Í sjálfu sér, samið í anda þjóðskálda fyrri alda. Vögguljóð af bestu gerð. Svoddan svín er grimm ádæla “veröldin vill fá sitt svínarí. Við skulum aldrei gleyma því.” er sungið sem fallegt ljúft lag. Sigurður syngur líka Mannanafnanefnd með Jón Gnarr. Smá Orðbragðs viðbót.

Karnevalía er vel heppnuð plata, góð lög, vel spilað og sungið og vel frá gengið.

8 stjörnur af 10.

hia

p.s. umslagið er reglulega gott. Í barnabókarumbúðum, harðkiljan með smá aukatexta með hverjum texta. Einfaldar litríkar og góðar teikningar príða bókina.

 

 

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *