PLÖTUR ÁRSINS 2015 – ERLENDAR

scan0049Árið 2015 telst varla gott tónlistarár í útlandinu. Erlendir listar nefna fullt að plötum sem ég verð að segja að eru frekar miðlungs eins og Julia Holter, Blur, Tame Impala, Kendrick Lamar.  Mínar gömlu hetjur gera færri og færri plötur og eru að deyja út í þokkabót. Aðeins ein plata þetta árið er verðug inn á 1001 plötu- eilífðarlistann listann.  Neil Young, David Gilmour og Paul Weller standa undir sínum merkjum, en margir gerðu það ekki og ollu vonbrigðum eins og Bob Dylan, Fairport Convention og Graham Parker sem ég vænti meira af. (En eru samt inni á topp 20, enda vont tónlistarár.)

Waterboys hafa ekki verið á kaupalistanum mínum áður og eru hér í fyrsta sinn á topp 20, en það breytist kannski í endurskoðun listanna 🙂

Pretty Things hafa ekki mikið látið í sér heyra síðustu árin og Motorhead og Iron Maiden komu með frábærar þungarokksplötur á árinu sem hafa ekki mikið verið upp á pallborðið hjá mér síðustu árin.

Sama má segja um Squeeze, þeir hafa aldrei komist á topp 20 áður. Duran Duran og Keith Richards gerðu betri plötur en við var að búast. John Grant olli vonbrigðum, slakari lög og bara óspennandi, en samt nógu góður til að vera með. Brian Wilson gerði fína plötu sem enginn tók eftir. Richard Thompson gerði ok plötu, tími kominn að hann gangi aftur í Fairport Convention beggja vegna.

Plötur ársins
1. WATERBOYS Modern Blues
2. NEIL YOUNG The Monsanto Years
3. PAUL WELLER Saturn Patterns
4. DAVID GILMOUR Rattle That Lock
5. PRETTY THINGS The Pretty Things Are In Bed Now Of Course
6. SQUEEZE Cradle To The Grave
7. DURAN DURAN Paper Gods
8. IRON MAIDEN Book Of Souls
9. KEITH RICHARDS Crosseyed Heart
10. BRIAN WILSON No Pier Pressure
11. RICHARD THOMPSON Still                                                                                            12. JOHN GRANT Grey Tickles Black Pressure
13. MOTÖRHEAD Bad Magic
14. J D SOUTHER Tenderness
15. DON HENLEY Cass Country
16. JOHN MAYALL Find A Way To Care
17. FAIRPORT CONVENTION Myths And Heroes
18. BOB DYLAN Shadows In The Night
19. MARK KNOPFLER Tracker
20. GRAHAM PARKER & THE RUMOUR Mystery Glue

This entry was posted in Dómar, Plötudómar / Record reviews, Plötufréttir, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *