ÝMSIR – FYRIR FERÐALAGIÐ (2016) 3CD

scan0006Mér finnst alltaf gaman af þessum einföldu íslensku safnplötum. Þó að við lifum í dag á tímum sem fólk notar símana, bluetooth, USB og svo framvegis til að hlusta á músík, þá hljóta flestir að kaupa plö0turnar og koma þeim í stafrænt form, það er bæði öruggara og meiri líkur á skárri hljóm.

60 vinsæl íslensk lög í gegnum tíðana er undirtitillinn. Ég er nokkuð viss um að flestir þekki allavega 50-55 laganna, sem eru allt lög sem við höfum lifað við undanfarin ár.

Hér má finna lög nær liðinna ára eins og Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker með Helga Björns, Automobile með Kaleo, Gefðu allt sem þú átt með Jóni Jóns og Karnivalia með Memfismafíunni, sem er nýlegust.

Síðan er Haukur Morthens með Hæ Mambó og Elly Vilhjálms með Ég vil fara upp í sveit og Vegir liggja til allra átta, það elsta.

Hljómar, Stuðmenn, Ríó Tríó, Dátar, Logar ogf Dúmbó og Steini eru fulltrúar sjöunda ártugarins.

Þetta er plata í bílinn, bústaðinn, pallinn. Ekkert meistaraverk þó að lögin séu öll meistaraverk. Bara góð neysluplata 🙂

7 störnur

p.s. Umslagið er auðvitað gerilsneydd hugmyndasnauð, en allt í lagi með upplýsingarnar, þó þær séu endilega fræðanda. En hvað með það? Þú vilt eiga þessa músíksögu.

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *