JÚNÍUS MEYVANT – FLOATING HARMONIES (Record Records) 9 stjörnur

scan0017Floating Harmonies er fyrsta breiðskífa Júníusar Meyvants, sem er listamannsnafn Unnars Gísla Sigurmundssonar. Músíkin minnir mig á Bon Iver, Edward Sharpe, Hjaltalín, Moses Hightower, Of Monsters And Men og Burt Bucharach, allt góðum að líkjast. Það gerir hann hann sjálfan og sérstakan.

Júníus Meyvant er þegar þekktur af mikilli spilun á Rás 2. Lögin Color Decay, Gold Laces og Hailslide hafa öll náð vinsældum, góðar melódíur, góður söngvari og góðar útsetningar.

Color Decay var útnefnt lag ársins 2014 á íslensku tónlistarverðlaununum og Júníus bjartasa vonin.  Þá hefur hann verið að spila eitthvað erlendis, enda kom platan út í Evrópu í byrjun ágúst.

Platan er uppfull af góðum melódíum. Hún byrjar á lagi án söngs, Be A Man. Það minnir óneitanlega á útsetningar Burt Bacharch, en í uppfærðum búningi þó, með strengjum og blæstri. Beat Silent Need með blæstri, funkbassa og gítar minnir á Moses Hightower, Bryan Ferry og Steely Dan, ekki leiðum að líkjast.

Color Decay minnir mig á Elvis Presley lögin frá sjöunda og áttunda áratugnum, en þó ekki á Elvis. Domestic Grace Man minnir á Bon Iver og söngvaskáldin bandarísku frá áttunda áratugnum, með kassagítar og bassagítar. Hailslide er yndislegt mjúkt silki funk í anda Steely Dan. Mighty Backbone er melódískt popp með flottu gítarglamri.

Gold Laces byrjar með kassagítar og söng, sem færist í strengi og gospel bakraddir. Signals er sérlega einfaldur texti 6 línur endurteknar með skemmtilega þunglamalegum takti, en annars eru textarnir flestir góðir og áhugaverðir.

Pear In Sandbox er dapurlegt, einfalt kassagítarlag, ekta gamaldags þjóðlaga músík og titillagið Floating Harmonies rekur lestina á þessari frábæru plötu með píanói í forgrunni í þetta sinn og söngurinn tónaður í anda söngvara sjötta áratugarins eða Bryan Ferry.

Floating Harmonies er heilsteypt plata, löng, rúmlega 52 mínútur, engu ofaukið, allt vel úthugsað, mjög gott umslag, þó fyrsta blaðsíða bæklingsins hefði átt að vera blaðsíða tvö og öfugt.

2016 er þegar orðið gott ár í Íslenskum plötum.

Lykillög:

Be A Man

Color Decay

Gold Laces

Neon Experience

Hailslide

hia

p.s. Umslagið er glæsilega unnið, mjúkar myndir og línur, textastærð og skýrleiki góður. Hefði mátt hafa sterka framhlið á bæklingnum.

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *