RAY DAVIES Americana (2016) 10 stjörnur

Ray Davies er án efa “enskasti” poppari allra tíma. Hann hefur samið texta og lög sem fjalla og skrá enskan lífsstíl betur en nokkur annar. Það er örstutt síðan hann var aðlaðar Sir Raymond Douglas Davies fyrir framlag sitt til enskrar menningar, geri ég ráð fyrir (en ekki útflutningstekjur eins og The Beatles fengu MBE orðurnar forðum).

Það er því dálítið út úr kú að nýja platan hans heiti Americana. Ray fjallar um það hvernig hann og félagar hans í The Kinks eltu endalaust Ameríska drauminn. Ray var reyndar búinn að gera bók um sama efni sem heitir líka Americana og kom út fyrir fjórum árum áður, en platan er búinn að vera “á leiðinni” síðan.

En í upphafi ferilsins var það amerískt rokk, blús og rhythm and blues (ekki það sama og RnB í dag) sem heillaði og þeir bræður Ray og Dave Davies bókstaflega fundu upp þunga rokkið með lögum á borð við “You Really Got Me” og “All Day And All Of The Night”.

Þeim var meinað að spila í Bandaríkjunum frá 1965 til 1969 á sama tíma og öll ensku böndin sló í gegn þar á hljómleikum og breiðskífum.

The Kinks náðu að slá í gegn í Ameríka með stífu hljómleikahaldi en þó aldrei á sama skala og The Who eða Led Zeppelin.

Það er til tónlistarstefna sem er kölluð Americana og þó að The Jayhawks, sem spila og syngja með honum á allri plötunni, sé Americana band, þá er músíkin ekki americana músik. Hún er einfaldlega Ray Davies, rokk, popp, music hall, country, folk, blues.

Það er 13 lög á plötunni (og 2 talaðir inngangar) sem eru einfaldlega bara öll góð, eins og til var ætlast. Ray Davies hefur 9 af 10 í forgjöf hjá mér.

Það eru samt ekki nema tvö lög sem elta í raun ameríska drauminn, fjalla um hann, The Great Highway og Americana. Hin lögin fjalla reyndar um reynslu sem má staðsetja í Ameríku, eins The Invaders, sem fjallar um fyrstu heimsóknina og líklega ástæðu fyrir 5 ára útlegðinni. Sama má segja um The Deal, en sagan í bókinni er jafnvel enn betri, en lagið er gott. Poetry er klassískt Kinks/Ray Davies lag með Bob Dylan áhrifum hér og þar og líklega klassískasta Kinks lagið.

Sóló feril Ray Davies fór rólega af stað með Storyteller hljómleikahaldi, meira að segja í Laugardalshöllinni, og hljómleikaplötu. 2006 og 2007 komu svo tvær frábærar plötur Other People’s Lives og Working Man’s Café, en útgáfufyrirtækið fór á hausinn og Ray gaf sér góðan tíma í ýmislegt annað. “Sunny Afternoon” söngleikurinn komst á fjalirnar 2004 í West End í London og gengur jafnvel ennþá, enda vel heppnað að því að mér skilst.

En Ray Davies hefur alltaf verið dálítið utanveltu, hefur kannski aldrei fallið alveg inn í myndina. The Jayhawks falla mjög vel að að músíkinni hans og hljómborðsleikarinn þeirra, hún Karen Grotberg syngur dúett með Ray í lögunum Message From The Road og A Place In Your Heart alveg eins og engill, bæði góð lög, þau minna smá á Nancy Sinatra og Lee Hazelwood.

Rock n Roll Cowboys fjallar um kynni Ray af söngvaranum Alex Chilton (Box Tops og Big Star, The Letter og September Gurls) ásamt upplestrinum The Silent Movie á undan laginu.

Í heildina er þetta frábær plata í sama klassa og margar bestu Ray Davies/The Kinks plöturnar.

Umslagið er reyndar hreint hallærislegt.

hia

Bestu lögin:

Poetry, Rock n Roll Cowboys, the Deal, Americana, The Invaders, A Place in Your HeartThe Great Highway, Wings Of Fantasy .

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *