EIVÖR – AT THE HEART OF A SELKIE (Sena) 6 störnur

Það er skammt stórra platna á milli hjá hinni færeysku Eivør Pálsdóttur. Í fyrra komu tvær merkilegar plötur frá henni, Bridges og Slör og nú enn ein.

Nýja platan er heilstætt verki um þjóðsöguna um konuna í selshamnum, kópakonuna frá Mikladal, sem átti sjö börn á landi og sjö börn í sjó, sem ég minnist að foreldrar mínir hafi sagt mér í barnæsku, en þá sem íslenska þjóðsögu.

Eivør vann plötuna með danska tónskáldinu Peter Jensen og færeyska rithöfundinum Marjun S.Kjelnæs. Plötuna tók hún síðabn upp með stórsveit og kór danska ríkisútvarpsins.

At The Heart Of A Selkie er að mestu sungin á færeysku enda byggð á færeysku útgáfunni. Útsetningar eru hreinun að hlusta á. Platan byrjar á laginu Havet – The Ocean sem er forleikur án söngs og við tekur Trettanda nátt – Epiphany, þjóðlegt og þungt. Verð mín, er eitt fallegast lag hennar, sem var á Slör í fyrra líka.  Reyndar í mun áhrifameiri útsetningu. Svo er komið að giftingunni og Uden Herren ophold vort hus og gard, lag í gamaldags kirkjulegum búningi, sem leysist upp í miklum söngæfingum kórsins. Slör fylgir í dramatískri útgáfu, titillagið síðan í fyrra. Magnaður flutningur. Næst syngur kópakonan vögguvísu til landbarna sinna Vögguvísa, ein kópakona syngur. Lagið er samið af Eivöru og Marjun, gullfalleg vögguvísa. Nar jeg betænker den tid og stund, er millikafli saminn af Peter Jensen, hálfgerður sálmur og mikið kórverk, einar átta mínútur. Í kjölfarið kemur Salt, einnig á Slör, en þá er hafið farið að draga kópakonuna til sín. Og ég er ekki frá því að nýja útgáfan sé jafngóð og sú á Slör. Hið gullfallega Elskaði fylgir í kjölfarið með frábærum færeyskum texta Marhun Syderbö Kjelnæs. Jeg vil mig Herren löve er fiskimanna sálmur eftir Thomas Kingo og sungin sem slíkur, en Eivör tók þennan sálm á einn af bestu plötum hennar, Tröllabundin. Lokalagið er Let meg, þar sem kópakonan biður mann sinn á landi að sleppa takinu og láta sig í friði, sem allir ættu að gera ef samböndin ganga ekki upp, hvort sem það er boðskapurinn eða ekki. Magnað lokalag.

Eins og ég hef áður sagt þá leitar Eivör í ýmsar áttir og ferillnn er bísna ókindarlegur. En mikill listamaður er hún og frábær söngkona.

Lykillög:

Verð mín

Vögguvísa ein kópakona syngur

Elskaði

Let meg

hia

6 stjörnur af 10

n.b. umslagið heillar mig ekki.

This entry was posted in Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *