SÖNGVAKEPPNIN 2016 (Sena/Ríkisútvarpið) 6 stjörnur

Það er kominn tími Eurovision á Rás 2. Í nóvember má ekki spila jólalög en í desember er að minnsta kosti annað hvert lag jólalag. Í janúar og febrúar er tími íslensku laganna í söngvakeppninni 2016 eins og hún heitir núna. Þá er annað hvert lag á Rás 2 íslenskt söngvakeppnislag. Lögin sem kepptu á síðustu 30 árum er dregin fram og spiluð eins í rituali. Útvarpsmennirnir Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson sem gerðu útvarpsþættina Árið er …voru fengnir til að gera sambærilega sjónvarpsþætti um Eurovision ævintýri okkar Íslendinga í nokkum vel gerðum þáttum sem fylgja með plötunni Söngvakeppning 2016. Á plötunni eru lögin tólf sem keppa um að taka þátti í Eurovision í Svíþjóð 10-14 maí næst komandi.

Það er margt gott við Eurovision. Læknar og aðrir draga upp í skúffum sínum hálfgerð lög og klára og komast í úrslit. Frægustu tónlistarmenn okkar hafa líka oft tekið þátt og sent inn lög bæði umbeðið og af sjálfsdáðum. Mörg frægari íslensk lög seinni tíma koma í keppninni enda þá þau ómældan tíma í útvarpi.

Kannski verður búið að velja lagið sem keppir þegar þessi umsögn birtist, en ekki þegar þetta er skrifað. Ég get ekki ímyndað mér hvað lag vinnur. Það er ekkert lag sem ég heyri heldur sem vinningslag í Eurovision 2016. En það eru ágætislög sem keppa. Karl Olgeirs á tvö ágætislög í keppninni. Konan hans hún Sigga Eyrún en góð söngkona sem er líka skemmtilega náttúruleg. Hitt lagið hans er Óvær sem Helgi Valur syngur og svona í fyrstu lagið sem heillar mig mest. Lagið hans Þóris Úlfarssonar Ég leiði þig heim er sungið af Pálma Gunnarssyni og og hljómar vitaskuld vel. Tveir með reynslu og þekkingu. Lagið Ótöluð orð hljómar líka vel á sinn krúttlega hátt sungið og samið af Ernu Mist og Magnús Thorlacius. Hljómsveitin Eva er með annað ágætt krúttlag Ég sé þig. Þórunn Erna Clausen á líka gott krúttlegt lag, Hugur minn er sem Erna Hrönn og Hjörtur Tómasson syngja. Alma Guðmunds úr Charlies og Nylon á lagið Augnablik sem Alda Dís syngur krúttlegt popp. Hin lögin með Elíasbet Ormslev, Ingó veðurguð, Gretu Salóme, Karlottu og Þórdísi Birnu og Guðmundi Snorri hafa bara ekki mikið í keppni, en eflaust eru ekki margir sammála mér.

Lykillög:

Óvær – Helgi Valur

Ótöluð orð – Erna Mist og Magnús Thorlacius

Ég sé þig – Hljómsveitin Eva

Ég leiði þig heim – Pálmi Gunnarsson

hia

n.b. umslagið heillar ekki

This entry was posted in Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *