DIMMA – ELDRAUNIR (2017) 10 stjörnur

DIMMA er ekki lengur ung og efnileg rokkhljómsveit. Eldraunir er fimmta breiðskífa þeirra og sú þriðja með núverandi liðskipan.

Í mínum huga eru þeir Deep Purple Íslands með mögnuðum, kraftmiklum, melodískum og góðum söngvara og einum hæfasta gítarleikara landsins og þar af leiðandi heimsins. Og svo er rythmageirinn, bassaleikur og trommur í hæsta klassa og smekk.

Ég er kannski að endurtaka fyrri dóma í fyrri plötur þegar ég segi að Eldraunir sé besta plata þeirra og lögin, textarnir og flutningur í topp klassa.

Þau segja megi að að Eldraunir sé í senn þyngri, harðari og hraðari, þá eru ýmis blæbrigði þungt rokk, rokk ballöður og jafnvel Thrash rokk og smá glimmer rokk. Textarnir eru vandaðir bæði í agaðri bragfræði og efnistöku og túlkun. Sumir textarnir hans Ingó Geirdals, gítarleikata, eru mjög persónulegir og Stefán Jakobsson, söngvari fær nafna sinn rithöfundinn Stefán Máni sér til aðstoðar í tveimur textum.

Lögin á plötunni eru 9 og platan byrjar á lagi Ingós Villimey sem hljómar eins og það hafa alltaf verið til, einfaldlega ódauðlegur klassiker. Textinn er vel saminn, hálfgerður ástaróður eins og textinn við Bergmál, sem er ástaróður til tónlistarinnar. Karlakórinn Stormsveitin kemur til aðstoðar og andi Ritchie Blackmore er í gítar riffinu og sólóum.Textinn er eftir Ingó en lagið er eftir Ingó, Silla Geirdal, bassagítarleikara og Birgir Jónsson, trommuleikara. Þessir þrír semja líka saman lagið Hrægammar, þungt melódískt rokklag með pólitíkum texta og Stormsveitinni í bakröddum.

Lögin Illgresi, Næturdýr og Svörtu nóturnar fjalla um einelti, svartsýni, þunglyndi, innri baráttu og aðrar eldraunir. Allt góð lög eftir Ingó, bæði lög og textar.

Stefán Jakobsson semur tvö lög á plötunni, og fékk Stefán Mána sér til hjálpar við textana. Í auga stormsins er lýst sem tudda rokki, engin lognmolla þar og hitt lagið er Hin kalda ást sem er klassísk rokkballaða.

Lokalag plötunnar Rökkur er önnur rokkballaða eftir Ingó og Silla með texta eftir Ingó. Ingó segist vera undir áhrifum David Gilmour og Mark Knopfler, en ég þykist heyra líka Jimmy Page og Ritchie Blackmore, en fyrst og fremst Ingó, sem er ekkert síðri en títtnefndar stjörnur. Rökkur er líka 7 mínútna epic lag með píanói og strengjum.

„Dimma In Rock“ ? Ein af betri plötum Íslandsögunnar, ekki bara ein plata enn.

Stjörnur: 10 af 10

Hia

p.s. umslagið er gott. Dálítið Dimmt en vel unnið og smekklegt. Og það á vel við.

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *