2017 – erlent endurmetið endurgefið eldra efni

1. BEATLES Sgt Peppers’ Lonely Hearts Club Band 50th Anniversary Super Deluxe Edition (4CD/2DVD)                                                                                                   Magnaðasta plata allra tíma, Sgt Peppers Lonely Hearts Club átti 50 ára útgáfuafmæli í sumar sem leið. Af því tilefni voru gefnar út viðhafnarútgáfur. Sú stærsta samanstendur af 4 geisladiskum og tveimur DVD diskum. Aðalfengurinn er ný hljóðblöndun í steríó sem Giles Martin, sonur George Martin gerði. Hreint út sagt meistaraverk sem nær fram hljóðum sem maður hafði ekki heyrt. Diskar 2 og 3 eru “verk í vinnslu” og diskur 4 er mónóútgáfan frá 1967 með aukalögum eins og Strawberry Fields Forever og Penny Lane. Á DVD/BR diskunum er heimildarmyndin The Making of Sgt. Pepper frá 1992 uppfærð með viðtölum við Paul, George og Ringo og útskýringum á upptökunum frá sjónarhóli George Martin. Kynningarmyndir fyrir ‘A Day In The Life’, ‘Strawberry Fields Forever’ and ‘Penny Lane’. 2017 Giles Martin 5.1 surround sound mixið og high-resolution stereo audio in 96KHz/24bit af Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band plús ‘Strawberry Fields Forever’ and ‘Penny Lane’.

 

 

 

 

 

 

 

  1. DAVID GILMOUR Live At Pompeii Deluxe Edition (2CD/2BR)                           Hljómleikaplötur hafa aldrei heillað mið að sama skapi og hljóðversplötur með nýju efni. En það koma alltaf ein og ein sem flokkast sem meistaraverk og Live At Pompeii með David Gilmour flokkast þar.

 

  1. KING CRIMSON Sailors’ Tales (21CD/4BR/2DVD)                                                 Box settin frá King Crimson eiga fá sín lík. Sjóara sögur er þó frábrugðin hinum að því leyti að hér eru þrjár hljóðvershlutur og hljómleikar og stúdíóupptökur frá þeirra tíma sett saman í 27 diska kassa með bók, myndum og memorabilia. Breiðskífurnar sem um ræðir eru In The Wake Of Poseidon, Lizard og Islands, sem er uppáhalds King Crimson tímabilið mitt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  1. BOB DYLAN The Bootleg Series Vol 13/1979-1981: Trouble No More (8CD/1DVD)                                                                                                                              Ég hef aldrei haft blinda trúa á trúarbrögðum, þó að ég sé alls ekki ás móti þeim og telji að siðareglur trúarbragðanna skipti miklu máli og hafi staðist tímans tönn hreint ótrúlega. Bob Dylan tók upp á því að gerast trúa trúboði milli 1979 og 1981 með plötunum Slow Train Coming, Saved og Shot Of Love. Margir asðdáenda Dylan gáfust upp á honum á þessum tíma, en þessar plötur verða að teljast með hans slakari plötum þó finna megi eitt og eitt gott lag. En auðvitað höfum við lært að meta það góða og The Bootleg Series vinnubrögðin eru hreint út sagt frábær. Safnið samanstendur af mestu af hljómleika upptökum, en líka af óútgefnu stúdíóefni. Ég vissi ekki af 11 diska útgáfunni fyrr en ég var búinn að kaupa 9 diska útgáfuna, en þar bætist við 2CD Live in San Diego, sem hlýtur að koma út sér á endanum.

  1. U2 The Joshua Tree The 30th Anniversary Deluxe Box Set (4CD)                     Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að gefa út viðhafnarútgáfu á 10 ára fresti! 1996 gaf Mobile Fidelity út gullútgáfu með hljóðleiðréttingum og 2007 komu út 20 ára afmælisútgáfur og stærsta útgáfa var 2ja diska og eins DVD. Í ár komu síðan 30 ára afmælisútgáfur með fjórum geisladiskum, en auk aðalplötunnar er svipaður aukadiskur nr 4 og var nr 2 í 20 ára útgáfunni. Siskur 3 er með remixum og diskur 2 með hljómleikum frá Madison Square Garden 1987. Og umbúðirnar er frábærar.

6. DAVID BOWIE A New Career In A New Town (11CD)                                             A NEW CAREER IN A NEW TOWN – er framhald af Five Years (12CD) frá 2015 og Who Can I Be Now ? (12CD) frá 2016. Stúdíóplöturnar sem fá nýja yfirhalningu frá Tony Visconti eru Low, Heroes, Lodger og Scary Monsters. Auk þess eru tvær útgáfur af hljómleikaplötunni Stage, The Gousher, Heroes EP og Rarities plata.

7. HOLLIES Head Out Of Dreams (The Complete Hollies August 1973 – May 1988) (6CD)                                                                                                                            Head Out Of Dreams kemur í kjölfar “Clarke, Hicks & Nash Years: The Complete Hollies April 1963 – October 1968 (6CD) og Changing Times (The Complete Hollies – January 1969 – March 1973 (5CD) og myndar með þeim Complete safn laga þeirra. Öll þeirra frægustu lög voru að baki 1973, þó að Another Night platan frá 1975 hafi verið vinsæl hér á landi. En þetta er hafsjór góðrar tónlistar, óútgefið efni og bakhliðar á smáskífum og góður bæklingur fylgir annars mjög ódýrri en vandaðri útgáfu.

8. FAIRPORT CONVENTION Come All Ye The First Ten Years (7CD)                     7CD box set sem skautar yfir fyrstu tíu árin og 121 lag. Mörg laganna hafa ekki áður komið út eða um 50 talsins bæði hljómleika og hljóðversupptökur, lög af smáskífum og útvarpsupptökur og jafnvel af plötu semn kom ekki út. Á þessum tíma komu út plöturnar Fairport Convention (á Polydor) What We Did On Our Holidays, Unhalfbricking, Liege & Lief, Full House, Angel Delight, Babbacombe Lee, The Manor Album (sem kom reyndar ekki út), Rosie, Nine, Rising For The Moon, Gottle O Gear (allar á Island), The Bonny Bunch Of Roses og Tippler’s Tales (á Vertigo). Á þessum tíma komu líka Live plöturnar Fairport Live Convention of Live at LA Troubador.  Og á þessum tíma voru alls 19 tónlistarmenn meðlimir í Fairport Convention!

9. CREAM Fresh Cream (3CD/1BluRay)                                                                               Fresh Cream var fyrsta breiðskífa Cream sem kom út í desember 1966.Þrír mikilsvirtir blús púritanar sem voru búnir að skapa sér nafn með John Mayall, Yardbirds, Graham Bond Organisation og Manfred Mann. Helmingur upphaflegur plötunnar eru blús standardar eins og Spoonful og I’m So Glad. 50 ára afmælisútgáfan sem kom út í janúar er 3ja diska auk Blu Ray disks.

10. DONOVAN Buried Treasures 2 (1CD)                                                                            Open Road  kom út 1970 og svo kom barnaplatan HMS Donovan í júlí 1971. Donovan er einn af þessum sem er alltaf að semja og taka upp og “Buried Treasures 2” er safn laga sem voru tekin upp í mars 1971 og komu aldrei út, hvers vegna? Hver veit. Næsta plata var Cosmic Wheels sem kom út 1973. Lögin hérna eru sko alveg þess virði að gefa út. Hlakka til að fá númer 3.

11. 10CC Before During After (4CD)                                                                                   Eins og nafnið bendir til þá skipftist efnið í tónlist meðlima áður en þeir stofnuðu 10cc, sem sagt Mindbenders, Graham Gouldman, Hot Legs, Ramases og eitt lag með Neil Sedaka, en það hefði auðveldlega mátt gera 4 diska box með lögum “fyrir” 10cc. Einn diskanna er með 10cc efni Best of 72-78. Síðan hafa þeir valið það besta sem þeir hafa gert eftir 10cc á einn disk. Fjórði diskurinn er síðan með efni sem þeir fyrir aðra.

12. JETHRO TULL Songs From The Woods (3CD/2DVD)                                            Jethro Tull eru búnir að gefa út stórkostlegar endurútgáfur á plötum sínum og í ár var komið að Songs From The Woods. Steven Wilson endurmixaði plötuna og nokkur aukalög sem er á fyrsta disknum, á disk 2 og þrjú eru hljómleikaupptökur sem Jakko Jakszyk remixaði og síðan er 4ði diskurinn er DVD yfirfærsla í tæknilegum nótum sem ég ætla ekki að skilja. Diskur 5 er DVD diskur með hljómleikum frá Live In Maryland ásamt aukaefni.

 

13. WHO Maximum As And Bs (5CD)                                                                                    Það eru rúmlega 53 ár síðan fyrsta smáskífa The Who kom út, Zoot Suit og I’m The Face, reyndar undir nafninu The High Numbers. Síðasta smáskífa The Who kom út rúmum 50 árum síðar Be Lucky og I  Can’t Explain (remixed).                                                                   Lögin sem The Who hafa gefið okkur eru ekkert smá gersemi: My Generation, Pinball Wizard, I Can’t Explain, I Can See For Miles, Won’t Get Fooled Again, Squeeze Box, Join Together.                                                                                                                                                    En af hverju safnið er ekki Complete skil ég ekki. Af hverju er It’s Hard / Dangerous sleppt? og fullt af öðrum sem hefu fyllt einn disk í viðbót.

14. JAM 1977  (4CD/1DVD)                                                                                                        40 ára afmælisútgáfa sem samanstendur af fyrstu tveimur breiðskífunum með aukaefni, In The City og This Is The Modern World, Polydor demo upptökurnar frá febrúar 1977 og hljómleikar frá 1977 líka. Á DVD disknum eru myndböndin frá 1977 og sjónvarpsupptökur. Og auðvitað fylgir 144 blaðsíðna bók með auk póstkorta.

15. BOB MARLEY & THE WAILERS Exodus 40 (3CD)                                                    Ein besta plata Bob Marley í 40 ára afmæliskassa.  Lög eins og One Love, Jamming, Three Little Birds, Exodus, Natural Mystic og Waiting In Vain. í tveimur útgáfur hvert lag og auka hljómleikadiskur.                                

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

16. KING CRIMSON Live In Chicago (2CD)                                                                         Óvenjulegir tónleikar frá 26 júní 2017 í Chicago með fullt af lögum sem King Crimson eru að flytja í fyrsta sinn þar á meðal Islands, The Lizard Suite, The Errors, Fallen Angel, Cirkus, The Letters og fleiri. Ekki mikið af Adrian Belew tímabilinu en hann hefur hótað lögsókn ef músíkin frá hans tíma með bandinu bværi spiluð eða gefin út!
Einstök hljómleikaplata.

 

 

 

 

 

17. NEIL YOUNG Hitchhiker (1CD)                                                                               Hitchhiker er ein af mörgum plötum sem Neil Young hefur planað um ævina en ekki gefið út á sínum tíma. Tvö laganna komu út 1977, Campaigner á safnplötunni Decade einu erindi styttra og The Old Country Waltz með Crazy Horse á American Stars And Bars.  Human Highway kjom í hljómsveitar búningi 1978 á Comes A Time, Pocohontas var á Rust Never Sleeps með aukahljóðfærum, Powderfinger í hljómleikaupptöku með Crazy Horse og Ride My Llama í hljómleikaútgáfa bæði á sömu plötu frá 1979. Captain Kennedy dúkkaði á Hawks And Doves 1980 og Hitchhiker á LeNoise á rafmagnsgítar 2010. Hawaii og Give Me Strenght eru auðvitað fáanleg á bootleg til viðbótar, þannig að eftir stendur sjarminn af upptökunni sem gerð var á einu kvöld þann 11. ágúst 1976 með kassagítar, gras, bjór og kók og David Briggs á upptökutökkunum.

18. KING CRIMSON The Elements 2017 (2CD)                                                            Fjórði árgangur af The Elements Tour, sem segir okkur af King Crimson sé búina að túra í 5 ár samfleytt þar sem efninu er safnað úr hljómleikaferðum fyrra árs. Þessi 7-8 manna útgáfa með Jakko Jakszyk sem söngvara er líklega sú besta frá upphafi en mætti fara að koma með stúdíóplötu. Á Elements má finna ýmsar útgáfur frá ýmsum tímum þó, ekki bara nýja bandið.

 

 

19. PAUL McCARTNEY Flowers In The Dirt Super Deluxe Edition (3CD/1DVD)                                                                                                                                  18 aukalög á 2 diskum þar á meðal áður óútgefnar prufuupptökur með Elvis Costello, b hliðar af smáskífum, remix og smáskífu útgáfur. Á DVD disknum má finna öll prómó videóin, Put It There d0cumentary og  3 ný myndbönd. Svo má finna 112 blaðsíðna bók 32 blaðsíðna blokk með handskrifuðum textum Macca auk athugasemda 64 síðna myndabók og bók um listaverk Lindu McCartney. Lögin á plötunum eru: CD1 (2017 Remastered): 1. My Brave Face 2. Rough Ride 3. You Want Her Too 4. Distractions 5. We Got Married 6. Put It There 7. Figure Of Eight 8. This One 9. Don’t Be Careless Love 10. That Day Is Done 11. How Many People 12. Motor Of Love 13. Où Est Le Soleil?.                                                CD2 (The DEMOS): 1. The Lovers That Never Were 2. Tommy’s Coming Home 3. Twenty Fine Fingers 4. So Like Candy 5. You Want Her Too 6. That Day Is Done 7. Don’t Be Careless Love 8. My Brave Face 9. Playboy To A Man.                                                             CD3 (1988 DEMOS): 1. The Lovers That Never Were 2. Tommy’s Coming Home 3. Twenty Fine Fingers 4. So Like Candy 5. You Want Her Too 6. That Day Is Done 7. Don’t Be Careless Love 8. My Brave Face 9. Playboy To A Man

20. FLEETWOOD MAC Tango In The Night (5CD)                                                             Disc One: Original album (CD – 2017 Remaster), Disc Two: B-Sides, Outtakes, Sessions (CD), Disc Three: The 12 Inch Mixes (CD), Disc Four: The Videos (DVD), Disc Five: Original Album (Vinyl).

 

21. SHADOWS Boxing The Shadows 1980-1990 (11CD)                                                  Shadows 1980 – 1990 tilheyrir ekki besta tíma The Shadows. En samt gerðu þeir fullt af áheyrilegum plötum og hljómum sem aðrir voru ekki að gera. Þeir gáfu út plöturnar Simply Shadows og Reflection sem voru platinum plötur. gull plöturnar Stepping To The Shadows og Moonlight Shadows og silfur plöturnar Change Of Address og Hits Right Up Your Street . Auðvitað voru þeir bara skugginn af þeim sjálfum á þessum tíma en samt betri en flestir.

 

 

 

 

 

 

 

 

22. DONOVAN Donovan Performs Sunshine Superman At The Royal Albert Hall with The London Contemporary Orchestra conducted by John Cameron featuring Jimmy Page (2DVD)                                                                                             Þessi ætti kannski ekki að vera á þessum lista þar sem hér er er CD eða LP útgáfa bara DVD. En hún hér núna. Donovan er búinn að vera duglegur að túra, þrátt fyrir að röddin sé löngu farin og afð hann ætti frekar að einbeyta sér að endurútgáfum og að grafa upp gamlar gersemar sem komu ekki út. En þessi pakki er ágætur með Jimmy Page á gítar og krakkarnir hans Astrelle og Donovan Leitch jr koma líka við sögu ásamt Shawn Phillips.

23. ROLLING STONES Their Satanic Majesties Request 50th Anniversary Edition                                                                                                                                                     Eina platan sem ég er ekki búinn að kaupa á þessum lista mínum. Það er vegna þessa að ég er að vona að hún komi sitt í hvoru lag LP og CD sér ekki 4 útgáfur af sömu plötunni. Móno og steríó bæði á CD og LP, sem sagt 4x það sama. allar útgáfur remasteraðar. Ekkert aukaefni. Og fokdýr. Aðeins of mikið. Enda voru Rolling Stones með fyrstu útrásarvíkngum Breta. Too Much.

24. JON MARK Sally Free And Easy  (1CD)                                                                                                                                                          Jon Mark á að baki feril sem gítarleikari og útsetjari fyrir Marianne Faithfull, 1963 gerði hann breiðskífu með Alun Davies (Gítarleikara Cat Stevens) Relax Your Mind og aðra undir nafninu Sweet Thursday 1969, spilaði með John Mayall á The Turning Point og Empty Rooms líka 1969. Stofnaði Mark Almond þegar hann oh  Johnny Almond hættu með Mayall og gerðu 9 plötur saman frá 1971 til 1996. Gerði tvær frá frábærar sólóplötur Songs For A Friend 1975 og The Lady & The Artist 1983., en eftir það komið ógrynni af lélegum “íhugunarplötum” sem ég vil ekki telja með 🙂 . Sally Free And Easy er sólóplata sem var gerð 1965 en kom aldrei út. Eitt af púzzlunum sem vantaði í músíksöguna.

25. STEVE WINWOOD Winwood Greatest Hits Live (2CD)                                                                                                                                                 Fyrsta og eina hljómleikaplata Steve Winwood án Traffic eða Spencer Davis Group eða Eric Clapton, og bara helvíti góð.  Hann fer í gegnum bestu/uppáhaldslöhin sín með vönduðu bandi sínu og flytur lögin vel.

26. ERIC STEWART Anthology (2CD)                                                                                Eric Stewart var með Graham Gouldman og Godley og Creme í 10cc. Eric var líka í The Mindbenders og hægri hönd Paul McCartney á PressTo Play og var á tveimur öðrum. En hann hefur líka gert nokkrar sólóplötur. Anthology er safn af sólóplötunum og seinni tíma 10cc. Frábært endurhljóðblöndun.

27. GRATEFUL DEAD The Grateful Dead (50th Anniversary Deluxe Edition)   (2CD)                                                                                                                                               Þó að meðlimir Grateful Dead kæmu úr alls kyns tónlist þá er fyrsta breiðskífan þeirra poppplata. Hún var tekin upp á 4 dögum og raun ekki lýsindi fyrir hljómsveitina, sem var stofnuð tveimur árum fyrr sem jug band. Breiðskífan kom út í mars 1967 á vinyl að sjálfsögðu og eflaust á kassettu og 8 track, en fyrsta endurbætta útgáfan kom út 2001, með 15 lögum á einum disk í stað 9. Og í byrjun ársins var gefin út 50 ára afmælisútgáfa með aukadisk með hljómleika efni frá 1966 og bættum hljóm og í fluttum umbúðum.

28. RASCALS The Complete Singles As And Bs (2CD)                                                                                                                                                         Pop soul frá New York. The Rascals byrjuðu sem The Young Rascals með lög eins og Groovin’ og Good Lovin’. Tvöfaldur diskur með A og B hliðunum af öllum smáskífunum þeirra.

29. LUCINDA WILLIAMS This Sweet Old World (1CD)                                                    Í stað þessa að endurblanda og hreinsa upphaflegu upptökurnar af Sweet Old World hefur Lucinda Williams tekið öll lögin upp á ný og bætt við nokkrum. Röddin er orðin grófari með aldrinum, en þetta er vel gert. En það hefði verið gaman á fá þessa í pakka með originalanum undurhljóðblönduðum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

30. GODLEY & CREME Body Of Work (1978-1988) (5CD)                                                                                                                                                       5 diska safn með öllu sem þeir gerðu fyrir Polydor útgáfuna (ekki fyrsta efnið). Flottar umbúðir og góð músík.

This entry was posted in Plötufréttir, Tilkynningar, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *