ELLIE GOULDING – LIGHTS (2010)

lights200[1]Ok hver í fjandanum er Ellie Goulding? 

Hún er 23 ára stelpa sem vann BBC Sound of 2010, en á undan henni hafa t.d. Keane, Mika og Adele unnið þann titill.

En það segir ekki að Ellie sé endilega í sama klassa.

Þetta er fyrsta platan hennar og hún náði fyrsta sæti á breska listanum. Hún hefur gefið út tvær smáskífur: Under The Sheets og Starry Eyed og Guns And Horses kemur út í maí.

Tónlistin á þessari plötu er mikið áhrifaskotin. Cranberries eru mest áberandi, en einnig Britney Spears, Dolly Parton, Whitney Houston, Beyonce og Kate Bush og einhver nefndi Sundays. Einhverjir hafa skilgreint tónlistina sem folktronica, hvað sem það er, indie pop, electro pop, synth pop og það nýjasta posh pop hvað sem það er.

Mér finnst þessi plata hvorki vera fugl né fiskur. Það er ekki neitt sem hrífur mig, lögin, sándið, röddin, sorrí bara ekki neitt.

Lögin geta eflaust náð tímabundnum vinsældum, lík tónlist hefur náð vinsældum og þá sérstaklega í sambærilegu hypi. Stamandi Glaseyg, textinn Undir lakinu, Byssur og hestar = HA hvað er það. Einhver sagði að platan fjallaði um það að flytja/flýja að heiman. Ég sá það ekkert sérstaklega í textunum.

Ég sá hana túlka textann í Starry Eyed (Glaseyg) sem eitthvað háfleygt og las síðan 10 orða textann og bara gapti!!!

Ok ég viðkenni að popp er og á að vera dálítið sexy og helst ungt en er hún eitthvað sexy þó hún sé 23? Finnst ykkur músikin vera sexy af því að hún segir það?

Og Britney Spears gerði þó tvö þræl skemmtileg lög Oops I Did Again sem bæði Travis og Richard Thompson coveruðu og Baby One More Time. Og ég ætla að sleppa afrekum hinna áhrifavaldanna sem hún nær aldrei. Það er gaman að sjá dóma ensku blaðanna. Á meðan Uncut gefur plötunni 4 stjörnur af 5 segja þeir að hún gæti verið orðin góð 2013! Hvað fær hún margar stjörnur þá, ég spyr! Mojo gaf  2 stjörnur og segja mikið til það sama.

En það er góð lexía að hlusta á svona plötu, maður lærir að meta góða tónlist en það eru blessunarlega nokkrar að týnast út þessa dagana.

Niðurstaða: Afskaplega tilgerðarleg og óspennandi tónlist og flytjandi, sem ég hef enga trú á að geri betri hluti 2013, 15 eða 20. Það er lag sem fór í 4 sætið á breska listanum og platan fór í 1. sæti UK listans,sem þýðir spilun í vinsældalistaþáttum framtíðarinnar.

Stjörnur: 1

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

One Response to ELLIE GOULDING – LIGHTS (2010)

  1. gudny says:

    Ef lagið með henni sem þú settir á fésið um daginn er einhver mælikvarði á restina þá held ég að ég sé sammála þér. Fannst það leiðinlegt og hallærislegt videó.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *