JIMI HENDRIX – VALLEYS OF NEPTUNE (2010)

JImi

Jimi Hendrix er ein mesta gítargoðsögn rokksögunnar. Eftir hann liggja stúdíóplöturnar „Are You Experienced?“ , „Axis: Bold As Love“ og „Electric Ladyland“, allt frábærir minnisvarðar og góðar plötur.

Eftir að hann dóu var reynt og er enn reynt að ímynda sér þá plötu sem hann var að vinna aðáður en hann dó. 

Þrjár slíka pælingar standa upp úr flórunni af stúdíóplötum sem komið hafa út eftir að hann dó, „Cry Of Love“ með uppáhalds Hendrix laginu mínu „Angel“ , síðan „First Rays of The Rising Sun“ og nú „Valleys of Neptune“.

Valleys er góð viðbóð í flóruna, þar nokkur áður óútgefin lög, allavega opinberlega, og fínar útgáfur af „Fire“ , „Hear My Train A Comin“, „Stone Free“ og „Red House“. Já og það er gaman að „Sunshine Of Your Love“ líka.

Sándið er ágætt og gítarinn að sjálfsögðu í forgrunni og fær gott rými.  Það er nú kannski ástæða fyrir því að nýju lögin hafi ekki komið áður, en þessi plata hefur svona „Anthology“ sjarma.

En hún er slakari í samanburði við „Cry Of Love“ og „First Rays“ og að sjálfsögðu líka við orginal plöturnar. Ég vil líka mæla með „BBC Sessions“ sem er góð plata.

En það er gaman að fá Valleys of Neptune

Stjörnur?  3 stjörnur (fyrir að vera miklu betri en ég bjóst við)

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

One Response to JIMI HENDRIX – VALLEYS OF NEPTUNE (2010)

  1. Erling says:

    Blessaður Halldór ég les dómana þína og er oft sammála ýmsu því sem ég hef hlustað á. Valley of Neptune er aðallega skemmtileg fyrir hljóminn frekar en eitthvað nýtt sé á ferðinni.
    En ég er ósammála þér um Peter Gabriel plötuna hún er langtum betri en þú segir, þótt eflaust finnist mörgum hún þunglyndisleg. En það eru langtum fleiri lög frábær í meðferð hans svo sem Paul Simon lagið, Lou Reed og David Byrne. En svona er það menn eru ekki alltaf sammála. En ég hvet þig samt til að hlusta betar á Peter.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *