ÍSLENZKIR TÓNAR (2017) 3CD 8 stjörnur

Allt tónlistarefni Senu er nú í höndum Öldu og þar liggur megnið af íslenskri útgáfu frá upphafi þegar Fálkinn gaf út sína fyrstu plötu 1914 minnir mig

Sena var dugleg í að gefa út gimsteina fyrri tíðar og Alda hefur farið í smá fornleifagröft með 70 ára afmælisútgáfunni “Íslenzkir tónir” með 69 lögum sem þessi hljómplötuútgáfa gaf út á sínum tíma.

Ég ætla rétt að vona að tilgangurinn með kaupunum á Senu sé einmitt sú að hlúa að þessum gersemum og gefa tónlistina út.

Fyrir fjórum árum kom út plata sem hét “Gömlu dagana gefðu mér” þriggja diska plata með 60 lögum en þar voru 28 laganna hér, mjög gott safn frá sama tíma.

“Íslenzkir tónar” eru hins vegar sett í sögulegri umgjörð með góðum texta frá Jónatani Garðarssyni um Tage Ammendrup og hljómplötuútgáfu hans í almennu samhengi.

Elsta lagið á plötunni virðist vera Litla flugan með Sigfúsi Halldórssyni frá 1952 og það síðasta frá 1964 Komdu niður með Soffíu og Önnu Siggu.

Lögin eru öll upphaflega gefin út á árunum 1952 til 1964 og eiga öll að vera öllum Íslendingum kunn senn hlustuðu á gömlu gufuna fram að komu Rásar 2 og Bylgjunnar.

Öll þessi lög voru stöðugt í Óskalögum sjúklinga og Óskalögum sjómanna  Og ef ekki þá voru þau spiluð í þættinum Við vinnuna. Og þá er ég að tala um allt til 1983.

En þetta eru allt góð lög og ég ætla að láta lagalistann fylgja, hann segir meira.

Ragnar Bjarnason: Ég er kokkur á kútter frá Sandi, Hún var með dimmblá augu, Komdu í kvöld, Ship o hoj, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Vorkvöld í Reykjavík

Helena Eyjólfsdóttir: Ástarljóðið mitt, Gamla gatan, Gettu hver hún er, Hvítu mávar, Mannstu ekki vinur (í rökkurró) og Helena Eyjólfsdóttir, Óðinn Valdimarsson & Atlantic kvartettinn: Ég skemmti mér

Alfreð Clausen: Ágústnótt, Brúnaljósin brúnu, Manstu gamla daga, Þórður sjóari og Ömmubæn

Ingibjörg Þorbergs: Aravísur, Hin fyrstu jól, Á morgun og Heillandi vor

Óðinn Valdimarsson: Augun þín blá, Einsi kaldi úr Eyjunum, Ég er kominn heim og Í Kjallaranum

Sigfús Halldórsson: Dagný, Litla flugan og Tondeleyo

Sigrún Jónsdóttir: Augustin, Fjórir kátir þrestir og Lukta Gvendur

Sigurður Ólafsson: Meira fjör, Sjómannavals og Ég býð þér upp í dans

Skapti Ólafsson: Allt á floti, Ó nema ég og Syngjum dátt og dönsum

Svavar Lárusson: Ég vild’ ég væri, Hreðavatnsvalsinn og Sjana síldarkokkur

Anna Vilhjálms og Berti Möller & Hljómsveit Svavars Gests : Ef þú giftist mér og Heimilisfriður

Elly Vilhjálms: Ég veit þú kemur og Ég vil fara upp í sveit

Erling Ágústsson: Oft er fjör í Eyjum og Við gefumst aldrei upp

Guðrún Á Símonar: Af rauðum vörum og Svanasöngur í heiði

Savanna tríóið: Á Sprengisandi og Suðurnesjamenn

Soffía Karlsdóttir: Bílavísur og Það er draumur að vera með dáta

Steindór Hjörleifsson: Einu sinni á ágústkvöldi og Ástardúett

Bessi Bjarnason, Baldvin Halldórsson & Ævar R Kvaran: Hvar er húfan mín?

Gerður Benediktsdíottir & Tíó Árna Ísleifs: Æ ó aumingja ég

Hljómsveit Svavars Gests: Kvöldljóð

Jakob Hafstein: Söngur villiandarinnar

Jóhann Möller & Tónasystur: Pabbi vill Mambo

Jónas Jónasson & Hljómsveit Svavars Gests: Spánarljóð

Leikbræður: Hanna litla

María Markan: Blómkrónur titra

Nora Brocksted & Mann-keys: Svo ung og blíð

Sigríður Hagalín: Ljúflingshóll

Sigurdór Sigurdórsson & Hljómsveit Svavars Gests: Þórsmerkurljóð

Soffía og Anna Sigga & Hljómsveit Árna Ísleifs: Komdu niður

Tígulkvartettinn: Ég mætti þér

Tónasystur: Bergmál og Unnusta sjómannsins

 Ef þetta kveikir ekki í einhverjum ….

hia

8 af 10 stjörnum

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *