BJÖRGVIN HALLDÓRSSON – ÞIG DREYMIR KANNSKI ENGIL: BALLÖÐUR BJÖRGVINS (2017) 2CD 8 stjörnur

Það hafa komið nokkrar safnplötur með Björgvini Halldórssyni í gegnum tíðina og líklega allar nokkuð góðar, en ferillinn perlum príddur og hans hlutverk í tónlistarsögunni er stórt. Áherslan í þetta sinn eru ballöðurnar, ástarljóðin og söguljóðin.

Á plötunni eru 2 nýjar upptökur, nýtt lag Lofgjörðin og ný útgáfa af lagi Jóhanns G Jóhannssonar, Ég er að tala um þig, bæði góð.

Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því að Björgvin hefur samið mjög mikið af sínum frægustu lögum sjálfur þó hann hafi fengið til liðs við sig góða textahöfunda.

Bestu dæmin eru Skýið, Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá, Það búa ýmis öfl í þér og  Þig dreymir kannski engil. Mörg laganna eru erlendir slagarar þ.a.m. Guð einn það veit (Brian Wilson), Þó líði ár og öld (Michael Brown), Minning (Bob Dylan) og Sagan af Nínu og Geira (Conway Twitty). Og bestu höfundar íslensku poppsögunnar eiga flestir lög hér eins og Gunnar Þórðason sem á Vetrarsól, Við Reykjavíkurtjörn og Kvölda tekur, Valgeir Guðjónsson á Ástin, Eyjólfur Kristjánsson á Ég lifi í draumi, Magnús Eiríksson á Sönn ást og Megas á Tvær stjörnur.

Heilt yfir áheyrileg plata og vel valin lögin.

8 af 10 stjörnum.

 

 

This entry was posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *