IAN McNABB – GREAT THINGS (2010)

Ian McNabbMcNabb var forsprakki Icicle Works frá 1980 til 1990. Þeir slógu í gegn með Birds Fly (Whisper To A Scream) og Love Is A Wonderful Colour og gerðu frábærar plötur Icicle Works (1983), The Small Price Of A Bicycle (1984), If You Can‘t Beat Your Enemy Sing His Song (1987) Blind (1988) og Permanent Damage (1990). 1993 hóf hann sinn sólóferil með plötunni Truth And Beauty, 1994 kom Head Like A Rock sem var tilnefnd til Mercury verðlaunanna, sem engin man þó hver vann. 1996 kom Merseybeast en þessar þrjár náðu inn á sölulisti sem hefur ekki gerst síðan. En alltaf fær hann góða dóma! A Party Political Broadcast On Behalf Of The Emotional Party (1998), Ian McNabb (Batman platan)(2001), The Gentleman Adventurer (2002) og Before All Of This (2005) heita plöturnar og allar innhalda þær frábær lög og texta, ekta rokk, popp og folk. Great Things er engin undantekning. McNabb semur flott lög eins og 3 aðrir góðir frá Liverpool, Paul McCartney, John Lennon og Elvis Costello sem eru ásamt McNabb meðal uppáhaldslagasmiða minna. Upptakan á plötunni er einföld; gítar, bassi, trommur, píanó, kassagítar. Popp setting sem virkar alltaf. Lögin, textarnir og söngurinn eru hér í aðalhlutverki. Lögin er flest löng, þrjú fyrstu lögin eru yfir 6 mínútur. Great Things er fyrsta lag plötunnar, stór ballaða, síðan kemur Empires End með þungum takti, bassaleik í aðalhlutverki, smá jazz tilburðir og mikið söguljóð í stíl Bruce Springsteen (The River t.d.) og svo kemur All About A Woman með cello, bassaleik, sem er eins og í Breathe með Pink Floyd, McNabb syngur lagið eins og í gegnum megaphone, skemmtilegur rugltexti, eins og hann gerir best, skrýtin sánd, og svo kemur þessi skrýtna sígaunafiðla inni í miðju lag, smá barrokk strengir, strengja plokk, en alltaf þessi þungi Pink Floyd bassi, frábært lag. This Love er lítil falleg ballaða í Bítlastíl, flottur bassi, bjagaður sólógítar og kassagítar. Stormchaser, you rainmaker, you timewaster; það er um einhvern sem hefur pirrað hann. En margir listamenn hafa samið sarkastísk lög og er Bob Dylan kannski frægastur fyrir það, en bæði Costello og Ray Davies eiga svona texta (já og Lennon og McCartney hvor um annan). New Light kemur út sem fyrsta smáskífulagið. Fínt popplag í anda gömlu góðu Bread með McCartney millikafla, strengjum og Mike Scott (Waterboys) í bakröddum. Besta popplagið er Pinin‘ , sem á tímum popplaga hefði getað náð langt. Ekta 50‘s early 60‘s – Brimkló mundi gera þetta vinsælt hérlendis (enda með góðan söngvara). Flottur gítar, englabakraddir. „Come on baby just eat your pride“. Ekki veit ég hvað Pinin þýðir, en lagið er gott. Lokalagið heitir „I Can‘t Help It If I‘m Great“ og er kannski sjálfsgrín, en hann eru frábær þó hann viti það sjálfur. Hann spilar þetta einn á kassagítarinn en fær hjálp á píanó. Great Things er ekki besta plata McNabb‘s en allar plöturnar hans eru „great“. Það sem vantar hér er kannski fleiri lög, og eitt enn sterkt lag. En þetta er samt nálægt því besta á árinu. Great Things kemur út opinberlega 26 apríl en er fáanleg á www.ianmacnabb.com allavega. Stjörnur 4 ½ (af 5)

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *