LAURA MARLING – I SPEAK BECAUSE I CAN (2010)

Laura MarlingLaura Marling er rétt orðinn 20 ára en I Speak Because I Can er samt önnur platan hennar en hin fyrri kom út í byrjun 2008 og vakti nokkra athygli þá.

En ólíkt mörgum öðrum á hennar aldri þarf ekki að tala mikið um það, hún er strax merkileg, ekki einhver sem við þurfum að spá að verði eitthvað einhvern tímann.

Stelpan byrjað snemma áð spila í folk klúbbum og að spila á götum úti (buska). Hún semur sína músík og texta sjálf og má finna ýmis áhrif bæði í textum og lögum. Hún spilar á lykil hljóðfærin, píanó, bassa og kassagítar, en hún er nokkuð fær á gítarinn og kann finger picking, strum og hvað það nú allt heitir, gott ef hún hefur ekki fiktað í open tuning líka a la Joni Mitchell.

Hún var í Noah & The Whale og Mumford & Sons spiluðu með henni, hún var á plötu The Rakes 2007 og Mystery Jets 2008.

Mér finnst hún mjög efnileg, en ég hefi alltaf verið veikur fyrir folk/rokk söngkonum sem hafa sinn stíl og semja sitt efni og gera það vel. T.d. Joni Mitchell, Suzanne Vega, Sheryl Crow, Melissa Etheridge, Nanci Griffith, Sandy Denny, Melanie og svo mætti lengi telja.

Ég er nú samt ekki alveg tilbúinn að bjóða henni í þennan úrvalshóp þó hún minni oft á Vega og Griffith sérstaklega.

Lögin eru ekki alveg að skilja eftir sig nógu stór spor ennþá, kannski þarf ég meiri hlustun. „Goodbye England (Covered In Snow)“ minnir á lag frá Nanci Griffith sterk lýsing og lag sem vinnur á. „Devil‘s Spoke“ minnir síðan í Suzanne Vega og Tracy Chapman, dálítið cajun folk kannski.

„Rambling Man“ minnir á Joni Mitchell ca 68 (flott myndbönd á youtube). Og það er alltaf gaman að heyra banjóið. Þetta verður 3ji singúllinn en ég sé þessa músík ekki alveg slá í gegn á þeim markaði.

„What He Wrote“ minnir á Leonard Cohen, textinn er byggður bréfum frá eiginkonu hermanns til manns síns í seinni heimstyrjöldinni. Skrambi vel gert. Ekta einfaldur Cohen gítar og bakraddir.

„Darkness Descends“ er í lílegri kantinum Suzanne Vega stæl. Röddin dobluð sem gerir sándið poppaðra. Gæti verið góður singúll.

Titillagið vinnur líka á með sterkum texta, en besta lagið er að mínu mati „Hope In The Air“, kannski er það banjóið, kannski er það bassinn, kannski er það líflegri og litríkari söngurinn, kannski er það viðlagið. Hvað sem það er þá verður þetta lag örugglega alltaf á hljómleikadagskránni hennar.

Þetta er liíklega sú plata sem hefur komið mér skemmtilegast á óvart af þeim sem við höfum dæmt í Popplandinu á árinu. Alvöru talent.

4 stjörnur hér

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *