MIDLAKE – THE COURAGE OF OTHERS (2010)

The Courage Of OthersMidlake er ein af þessum efnilegu bandarísku Indie/americana hljómsveitum.  Fyrri tvær plöturnar, Bamnan & Silvercork og The Trials Of Van Occuphalt komu út  2004 og 2006 og sú seinni vakti mikla athygli.

Midlake var stofnuð fyrir 11 árum sem jazz/funk band með tveimur hljómborðsleikurum, en þróaðist fljótt í það að vera hljómsveit lagasmiðsins og söngvarans Tim Smith.

Eftirvæntingar fyrir þriðju plötunni voru miklar og fékk platan strax ágætar viðtökur í blaðaskrifum og stjörnugjöfum.

Í viðtölum tjáði Tim Smith sig um að líklega yrðu aðdáendur ekki sáttir við enn eina stefnubreytinguna.

Hann sagðist hafa byrjað að kaupa enskt þjóðlagarokk í vinyl á mörkuðum aðallega eftir umslögum og fallið fyrir Steeleye Span aðallega.  

Þess má geta að hljómagangur og hljóðfæraleikur ofangreindra banda er mjög frábrugðinn americana/REM sándi bandarískra banda. Þess má þó geta að 10,000 Maniacs fetuðu þennan stíg sérstaklega á þriðju plötunni, The Wishing Chair, sem var þeirra besta plata.

Ég heyri ekki mikið af Steeleye Span í Midlake, en það eru Fairport áhrif, 10,000 Maniac og REM og Fleet Foxes áhrif og kannski það skrýtnasta,  mikil áhrif frá Moody Blues. Enda hljóðfærið sem kemur mér mest á óvart hjá Midlake er þverflautan.

Þjóðlagaböndin bresku byggja mun meira á sérstöku gítarpikki sem Richard Thompson og Robert Johnson eru meistarar í, mögnuðum melódískum og taktföstum bassaleik sem Rick Kemp , Ashley Hutchings og Dave Pegg hafa masterað.  

Söngur bresku bandanna Steeleye Span og Fairport Convention er líka mun kröftugri og líflegri en hjá Midlake, og þar er samanburðurinn við Moody Blues, REM og Fleet Foxes sterkari.

Hvað um það „The Courage Of Others“ er góð plata með seiðandi og álagakenndum lögum, mjúkar raddir og afslappaðar melódíur. Textarnir nokkuð djúpir, og líklega undir breskum þjóðlegum áhrifum morðballaða! En músík er að mínu mati í beinu framhaldi af Trials plötunni. Góð þróun.

Lögin eru líka mjög vel formuð og uppbyggð og lögin sem heilla fyrst eru Acts Of Man, Fortune  og tittilagið. Auk þess má benda í lokalagið, In The Ground og The Horn, Small Mountain og Children of the Grounds sem eru öll líka góð.

The Courage Of Others er vel heilsteypt stemmningsplata þó lágstemmd sé (mest megnis í moll).  Mojo sagði í dómum að platan væri kandidat í plötu ársins og það gæti vel staðist.

Þetta er 8 stjörnu plata.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *